Einhleypar konur fái tæknifrjógvun 12. ágúst 2005 00:01 Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi. Til að kona geti gengist undir tæknifrjóvgun á Ísland þarf hún að vera gift eða hafa verið í samvistum við karlmann um árabil. Samkvæmt lögum getur heilbrigðiskerfið því ekki aðstoðað einhleypar eða samkynhneigar konur við að verða barnshafandi. Einhleypar og samkynhneigðar íslenskar konur hafa þó leitað aðstoðar hjá frændum okkar Dönum. Aðeins ein stofa á Danmörku, Nina Stork Klinik, býður öllum konum, sama hver hjúskaparstaða eða kynhneigð þeirra er, upp á tæknifrjóvgun með sæði nafnlauss manns og þangað hafa þær leitað. Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra, segist ekki sjá neina ástæðu til að banna einhleypum konum að fara í tæknifrjóvgun á Íslandi. Hann telji að allar konur sem búi einar og kjósi að búa einar en vilji samt eignast börn eigi að öðlast rétt til að fara í tæknifrjóvgun. Aðspurður hvaða skilaboð stjórnvöld myndu senda út ef samkynhneigðum konum yrði leyft að fara í tæknifrjóvgun en ekki einhleypum segir Ingimundur nokkuð ljóst að þá væri einstaklingum ekki ætlað að ala upp börn. Spurður hvort það hafi verið sýnt fram á að fjölskylda með einu foreldri sé verri en sú með tvo segir Inginmundur það ekki hafa verið gert. Þetta sé einungis öðruvísi og aðeins erfiðara á köflum hjá sumum en þó misjafnt eftir fjölskyldum. Eins og staðan er í dag eru litlar líkur á að einhleyp kona verði móðir þurfi hún inngrip læknis við að verða barnshafandi. Dómsmálaráðuneytið hefur þó heimilað nokkrum einhleypum konum að ættleiða börn erlendis frá. Ingimundur segir að það fjölskylduform hafi verið til í tugi og hundruð ára og það fari ekkert. Frá árinu 1997 hefur fjöldi einstæðra foreldra hér á landi aukist úr tæplega 9.000 í um 12.000 árið 2003 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Einstæðir foreldrar eru því 16 prósent þjóðarinnar ef litið er til Íslendinga eldri en átján ára. Því má draga þá ályktun að sum ákvæði í lögum sem eiga eingöngu við um karl og konu í hjónabandi séu barn síns tíma. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra vegna málsins í dag. Hann hefur einn ráðherra lýst því yfir að hann muni beita sér fyrir því að samkynhneigðar konur fái að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi. Til að kona geti gengist undir tæknifrjóvgun á Ísland þarf hún að vera gift eða hafa verið í samvistum við karlmann um árabil. Samkvæmt lögum getur heilbrigðiskerfið því ekki aðstoðað einhleypar eða samkynhneigar konur við að verða barnshafandi. Einhleypar og samkynhneigðar íslenskar konur hafa þó leitað aðstoðar hjá frændum okkar Dönum. Aðeins ein stofa á Danmörku, Nina Stork Klinik, býður öllum konum, sama hver hjúskaparstaða eða kynhneigð þeirra er, upp á tæknifrjóvgun með sæði nafnlauss manns og þangað hafa þær leitað. Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra, segist ekki sjá neina ástæðu til að banna einhleypum konum að fara í tæknifrjóvgun á Íslandi. Hann telji að allar konur sem búi einar og kjósi að búa einar en vilji samt eignast börn eigi að öðlast rétt til að fara í tæknifrjóvgun. Aðspurður hvaða skilaboð stjórnvöld myndu senda út ef samkynhneigðum konum yrði leyft að fara í tæknifrjóvgun en ekki einhleypum segir Ingimundur nokkuð ljóst að þá væri einstaklingum ekki ætlað að ala upp börn. Spurður hvort það hafi verið sýnt fram á að fjölskylda með einu foreldri sé verri en sú með tvo segir Inginmundur það ekki hafa verið gert. Þetta sé einungis öðruvísi og aðeins erfiðara á köflum hjá sumum en þó misjafnt eftir fjölskyldum. Eins og staðan er í dag eru litlar líkur á að einhleyp kona verði móðir þurfi hún inngrip læknis við að verða barnshafandi. Dómsmálaráðuneytið hefur þó heimilað nokkrum einhleypum konum að ættleiða börn erlendis frá. Ingimundur segir að það fjölskylduform hafi verið til í tugi og hundruð ára og það fari ekkert. Frá árinu 1997 hefur fjöldi einstæðra foreldra hér á landi aukist úr tæplega 9.000 í um 12.000 árið 2003 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Einstæðir foreldrar eru því 16 prósent þjóðarinnar ef litið er til Íslendinga eldri en átján ára. Því má draga þá ályktun að sum ákvæði í lögum sem eiga eingöngu við um karl og konu í hjónabandi séu barn síns tíma. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra vegna málsins í dag. Hann hefur einn ráðherra lýst því yfir að hann muni beita sér fyrir því að samkynhneigðar konur fái að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira