Ekkert styðji innflutningsbann 11. ágúst 2005 00:01 Formaður Dýralæknafélags Ísland segir landbúnaðarráðherra beita sjúkdómsvarnarákvæði þar sem það eigi ekki við. Hann segir ekkert styðja þá kenningu ráðherra að banna eigi innflutning á nautakjöti frá Argentínu. Þrátt fyrir að embætti yfirdýralæknis hafi lagt blessun sína yfir að hingað sé flutt inn nautakjöt frá Argentínu hefur landbúnaðarráðuneytið ekki gefið leyfi fyrir því. Ástæðan er sögð sjúkdómavarnir. Embætti yfirdýralæknis segir svæðið sem um ræðir vera í sunnanverðri Argentínu og það ávallt hafa verið laust við gin- og klaufaveiki. Það virðist því sem ráðuneytið fari eftir strangari stöðlum en það setur embætti yfirdýralæknis. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að gin- og klaufaveiki hefði komið upp í Argentínu árið 2003. Hann sagði mikilvægt að velja góð lönd þegar kæmi að kjötinnflutningi og taka enga áhættu. Þegar hann var spurður að því hvers vegna kjöt frá þeim Evrópulöndum þar sem gin- og klaufaveikin kom upp á svipuðum tíma hefði verið leyft var svarið að innkaup á þessum vörum hefðu minnkað mikið. Þegar Guðni var spurður um hvort þetta væri liður í því að verja tekjur íslensku bændastéttarinnar svaraði Guðni að Ísland flytti inn kjöt frá öruggum löndum og tók sem dæmi Nýja-Sjáland og Danmörku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir ekki óeðlilegt að landbúnaðarráðuneytið fari ekki eftir mati yfirdýralæknis. Hann segir áhættumatsmuninn liggja í því að Evrópulöndin bólusetji dýrin ekki líkt og Argentína. Staðan sé betri ef bólusetningin sé sleppt. Þorvaldur H. Þórðarson, formaður, Dýralæknafélags Íslands, segir alrangt hjá ráðherra að beita þeim rökum sem hann gerir því þau standist einfaldlega ekki. Á meðan lögfræðingar íslenskra kjötinnflytjenda velta því fyrir sér hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun vegna suðurameríska kjötsins má geta þess að Færeyingar geta keypt kílóið af slíku kjöti á 400 íslenskar krónur Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Formaður Dýralæknafélags Ísland segir landbúnaðarráðherra beita sjúkdómsvarnarákvæði þar sem það eigi ekki við. Hann segir ekkert styðja þá kenningu ráðherra að banna eigi innflutning á nautakjöti frá Argentínu. Þrátt fyrir að embætti yfirdýralæknis hafi lagt blessun sína yfir að hingað sé flutt inn nautakjöt frá Argentínu hefur landbúnaðarráðuneytið ekki gefið leyfi fyrir því. Ástæðan er sögð sjúkdómavarnir. Embætti yfirdýralæknis segir svæðið sem um ræðir vera í sunnanverðri Argentínu og það ávallt hafa verið laust við gin- og klaufaveiki. Það virðist því sem ráðuneytið fari eftir strangari stöðlum en það setur embætti yfirdýralæknis. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að gin- og klaufaveiki hefði komið upp í Argentínu árið 2003. Hann sagði mikilvægt að velja góð lönd þegar kæmi að kjötinnflutningi og taka enga áhættu. Þegar hann var spurður að því hvers vegna kjöt frá þeim Evrópulöndum þar sem gin- og klaufaveikin kom upp á svipuðum tíma hefði verið leyft var svarið að innkaup á þessum vörum hefðu minnkað mikið. Þegar Guðni var spurður um hvort þetta væri liður í því að verja tekjur íslensku bændastéttarinnar svaraði Guðni að Ísland flytti inn kjöt frá öruggum löndum og tók sem dæmi Nýja-Sjáland og Danmörku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir ekki óeðlilegt að landbúnaðarráðuneytið fari ekki eftir mati yfirdýralæknis. Hann segir áhættumatsmuninn liggja í því að Evrópulöndin bólusetji dýrin ekki líkt og Argentína. Staðan sé betri ef bólusetningin sé sleppt. Þorvaldur H. Þórðarson, formaður, Dýralæknafélags Íslands, segir alrangt hjá ráðherra að beita þeim rökum sem hann gerir því þau standist einfaldlega ekki. Á meðan lögfræðingar íslenskra kjötinnflytjenda velta því fyrir sér hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun vegna suðurameríska kjötsins má geta þess að Færeyingar geta keypt kílóið af slíku kjöti á 400 íslenskar krónur
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira