Úthlutun standist ekki ákvæði 11. ágúst 2005 00:01 Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Útgerðarmenn kaupa sér aflaheimild sem er hlutfall af veiðiheimildum hvers fiskveiðiárs og ef hluti af heildarveiðiheimildum er tekinn í sértækar aðgerðir minnkar hlutfall útgerðanna. Þetta eru útgerðarmenn ósáttir við og hafa verið lengi en nú má segja að mælirinn sé fullur og stefnt er að málarekstri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að líklega muni útgerð fara í mál við ríkið til að láta á það reyna hvort það standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka kvóta eða aflaheimildiar sem menn hafi selt, hvort sem það heiti línuívilnun, byggðakvóti eða aðrar sértækar aðgerðir, og flytja það til annarra. Friðrik líkir þessu við að fólk kaupi íbúð og svo komi ríkið og segist ætla taka eitt herbergi og láta einhvern flytja inn. Verið sé að taka þann nýtingarrétt sem útgerðarmenn hafi keypt og flytja hann annað og það standist ekki að hans mati. Landssamband íslenskra útgerðarmanna mun ekki höfða málið heldur mun ein útgerð fara í prófmál. Friðrik segir þetta vera spurningu um hvort vilji sé fyrir því að reka aðbæran sjávarútveg þar sem menn fjárfesti í aflaheimildum á eigin forsendum eða hvort vilji sé til að fara í sama gamla farið þar sem reksturinn gekk mjög illa. Hann segir að horfast verði í augu við það að tækninni fleygi fram og störfum í sjávarútvegi fækki en í staðinn verði þau áreiðanlegri. Hann segir að það verði ekki þannig að róið verði út á árábátum og tugir þúsunda manna muni vinna þann fisk sem dreginn verði að landi. Markmiðið sé að gera þetta á arðbæran hátt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Útgerðarmenn kaupa sér aflaheimild sem er hlutfall af veiðiheimildum hvers fiskveiðiárs og ef hluti af heildarveiðiheimildum er tekinn í sértækar aðgerðir minnkar hlutfall útgerðanna. Þetta eru útgerðarmenn ósáttir við og hafa verið lengi en nú má segja að mælirinn sé fullur og stefnt er að málarekstri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að líklega muni útgerð fara í mál við ríkið til að láta á það reyna hvort það standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka kvóta eða aflaheimildiar sem menn hafi selt, hvort sem það heiti línuívilnun, byggðakvóti eða aðrar sértækar aðgerðir, og flytja það til annarra. Friðrik líkir þessu við að fólk kaupi íbúð og svo komi ríkið og segist ætla taka eitt herbergi og láta einhvern flytja inn. Verið sé að taka þann nýtingarrétt sem útgerðarmenn hafi keypt og flytja hann annað og það standist ekki að hans mati. Landssamband íslenskra útgerðarmanna mun ekki höfða málið heldur mun ein útgerð fara í prófmál. Friðrik segir þetta vera spurningu um hvort vilji sé fyrir því að reka aðbæran sjávarútveg þar sem menn fjárfesti í aflaheimildum á eigin forsendum eða hvort vilji sé til að fara í sama gamla farið þar sem reksturinn gekk mjög illa. Hann segir að horfast verði í augu við það að tækninni fleygi fram og störfum í sjávarútvegi fækki en í staðinn verði þau áreiðanlegri. Hann segir að það verði ekki þannig að róið verði út á árábátum og tugir þúsunda manna muni vinna þann fisk sem dreginn verði að landi. Markmiðið sé að gera þetta á arðbæran hátt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?