Sveitarfélögum fækkað um helming 9. ágúst 2005 00:01 Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkomandi. Sveitarfélög á landinu eru nú 101, en að teknu tilliti til þess að tólf sveitarfélög til viðbótar hafa samþykkt sameiningu verða þau 92 í kjölfar sveitarstjórnarkosningannna næsta vor. Víðtækust er tillagan um sameiningu allra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu frá Siglufirði til Grenivíkur. Alls er ráðgert að sameina þar níu sveitarfélög í eitt með liðlega 23 þúsund íbúa. Þá er einnig um víðtæka sameiningu að ræða á Austfjörðum en allir firðirnir frá Mjóafirði í norðri að Breiðdalsvík í suðri verða eitt sveitarfélag verði sameiningartillaga samþykkt. Á fjórtánda þúsund íbúar verða í sama sveitarfélaginu verði samþykkt tillaga um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs. Nærri 10.800 íbúar verða í einu sveitarfélagi í Ölfusi og Flóa verði samþykkt tillaga um sameiningu Selfoss, Hveragerðis, Þorlákshafnar og nágrannabyggða. Tillaga er gerð um að sameina Akrahrepp sveitarfélaginu Skagafirði, en hreppurinn er sá eini sem stendur utan sameinaðs héraðsins. Liðlega 200 manns búa í Akrahreppi. Sameining sveitarfélaga hefur oft farið út um þúfur vegna andstöðu í fámennustu sveitarfélögunum. Skemmst er að minnast sameiningar alls Fljótsdalshéraðs utan Fljótsdalshrepps og andstöðu í Skorradalshreppi við sameiningaráform. Fámennustu hrepparnir í sameiningartillögunum nú eru Mjóifjörður með 38 íbúa, Helgafellssveit með 47, Broddaneshreppur með 53 og Árneshreppur með 57 íbúa. Þeir sem geta ekki kosið um sameiningu sveitarfélaga heima í héraði 8. október næstkomandi geta greitt atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumannsembættum frá og með laugardeginum 13. ágúst. Einnig er unnt að greiða atkvæði í íslenskum sendiráðum eða öðrum stöðum erlendis samkvæmt nánari ákvörðun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkomandi. Sveitarfélög á landinu eru nú 101, en að teknu tilliti til þess að tólf sveitarfélög til viðbótar hafa samþykkt sameiningu verða þau 92 í kjölfar sveitarstjórnarkosningannna næsta vor. Víðtækust er tillagan um sameiningu allra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu frá Siglufirði til Grenivíkur. Alls er ráðgert að sameina þar níu sveitarfélög í eitt með liðlega 23 þúsund íbúa. Þá er einnig um víðtæka sameiningu að ræða á Austfjörðum en allir firðirnir frá Mjóafirði í norðri að Breiðdalsvík í suðri verða eitt sveitarfélag verði sameiningartillaga samþykkt. Á fjórtánda þúsund íbúar verða í sama sveitarfélaginu verði samþykkt tillaga um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs. Nærri 10.800 íbúar verða í einu sveitarfélagi í Ölfusi og Flóa verði samþykkt tillaga um sameiningu Selfoss, Hveragerðis, Þorlákshafnar og nágrannabyggða. Tillaga er gerð um að sameina Akrahrepp sveitarfélaginu Skagafirði, en hreppurinn er sá eini sem stendur utan sameinaðs héraðsins. Liðlega 200 manns búa í Akrahreppi. Sameining sveitarfélaga hefur oft farið út um þúfur vegna andstöðu í fámennustu sveitarfélögunum. Skemmst er að minnast sameiningar alls Fljótsdalshéraðs utan Fljótsdalshrepps og andstöðu í Skorradalshreppi við sameiningaráform. Fámennustu hrepparnir í sameiningartillögunum nú eru Mjóifjörður með 38 íbúa, Helgafellssveit með 47, Broddaneshreppur með 53 og Árneshreppur með 57 íbúa. Þeir sem geta ekki kosið um sameiningu sveitarfélaga heima í héraði 8. október næstkomandi geta greitt atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumannsembættum frá og með laugardeginum 13. ágúst. Einnig er unnt að greiða atkvæði í íslenskum sendiráðum eða öðrum stöðum erlendis samkvæmt nánari ákvörðun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent