Flokkarnir ákveði framtíð R-lista 9. ágúst 2005 00:01 Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Nefnd R-lista flokkanna um frekara samstarf fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor sat langan fund með hléum í gærkvöldi án þess að ná samkomulagi. Umboð fulltrúa Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna til samninga í nefndinni er mismunandi en endanlegt ákvörðunarvald um viðræðuslit liggur hjá kjördæmisráðum og flokksfélögunum í Reykjavík. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá fyrir að fulltrúar Vinstri grænna ætluðu að skila umboði sínu til frekari samningaviðræðna til flokksstjórnarinnar í Reykjavík. Ákveðið er að fulltrúarnir þrír hitti stjórn Vinstri grænna í Reykjavík á hádegi í dag. Fulltrúar Vinstri grænna gátu ekki samþykkt nýja tillögu Samfylkingarinnar um að Vinstri grænir og Framsóknarflokkur fengju tvo fulltrúa hvor um sig í sjö efstu sætin en Samfylkingin þrjá. Tillagan kvað einnig á um að gengið yrði til sameiginlegs prófkjörs um áttunda mann sem jafnframt yrði borgarstjóraefni R-listans. Vinstri grænir telja tillöguna vera brot á jafnræðisreglu meðal flokkanna sem að R-listanum standa auk þess sem þeir segja tillögu um sameiginlegt val á borgarstjóraefni afar óaðgengilega. Fulltrúar Vinstri grænna höfðu áður fallist á tillögu um að Samfylkingin fengi þrjá fulltrúa af átta efstu sætunum á R-listanum, en Framsóknarflokkur og Vinstri grænir tvo hvor um sig. Jafnframt gátu þeir fellt sig við að Samfylkingin fengi borgarstjóraefnið í krafti stærðar flokksins. Framsóknarflokkur gat samþykkt báðar tillögurnar fyrir sitt leyti og telja talsmenn flokksins að ágreiningurinn standi fyrst og fremst milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Allt bendir til þess að framtíð R-listasamstarfsins ráðist innan flokksfélagana í Reykjavík en ekki innan viðræðunefndarinnar. Samþykki stjórnir Reykjavíkurfélög flokkanna þriggja viðræðuslit þarf borgarstjórnarflokkur R-listans að búa við þær aðstæður fram að borgarstjórnarkosningum næsta vor. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Nefnd R-lista flokkanna um frekara samstarf fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor sat langan fund með hléum í gærkvöldi án þess að ná samkomulagi. Umboð fulltrúa Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna til samninga í nefndinni er mismunandi en endanlegt ákvörðunarvald um viðræðuslit liggur hjá kjördæmisráðum og flokksfélögunum í Reykjavík. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá fyrir að fulltrúar Vinstri grænna ætluðu að skila umboði sínu til frekari samningaviðræðna til flokksstjórnarinnar í Reykjavík. Ákveðið er að fulltrúarnir þrír hitti stjórn Vinstri grænna í Reykjavík á hádegi í dag. Fulltrúar Vinstri grænna gátu ekki samþykkt nýja tillögu Samfylkingarinnar um að Vinstri grænir og Framsóknarflokkur fengju tvo fulltrúa hvor um sig í sjö efstu sætin en Samfylkingin þrjá. Tillagan kvað einnig á um að gengið yrði til sameiginlegs prófkjörs um áttunda mann sem jafnframt yrði borgarstjóraefni R-listans. Vinstri grænir telja tillöguna vera brot á jafnræðisreglu meðal flokkanna sem að R-listanum standa auk þess sem þeir segja tillögu um sameiginlegt val á borgarstjóraefni afar óaðgengilega. Fulltrúar Vinstri grænna höfðu áður fallist á tillögu um að Samfylkingin fengi þrjá fulltrúa af átta efstu sætunum á R-listanum, en Framsóknarflokkur og Vinstri grænir tvo hvor um sig. Jafnframt gátu þeir fellt sig við að Samfylkingin fengi borgarstjóraefnið í krafti stærðar flokksins. Framsóknarflokkur gat samþykkt báðar tillögurnar fyrir sitt leyti og telja talsmenn flokksins að ágreiningurinn standi fyrst og fremst milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Allt bendir til þess að framtíð R-listasamstarfsins ráðist innan flokksfélagana í Reykjavík en ekki innan viðræðunefndarinnar. Samþykki stjórnir Reykjavíkurfélög flokkanna þriggja viðræðuslit þarf borgarstjórnarflokkur R-listans að búa við þær aðstæður fram að borgarstjórnarkosningum næsta vor.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent