Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn 9. ágúst 2005 00:01 Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að flokkurinn væri fylgjandi auknum réttindum samkynhneigðra til fjölskylduþátttöku. Í samtali við fréttastofu sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ummæli félagsmálaráðherra um helgina styrkja enn frekar það að málin verði kláruð í haust þannig að allur réttindapakki samkynhneigðra fari í gegn. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að Samfylkingin styðji þessi mál. Að sögn Margrétar Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, eiga samkynhneigðir að njóta fullra mannréttinda, þar á meðal rétturinn til frumættleiðinga, samkvæmt stefnuskrá flokksins. Þá sagði Steingrímur J Sigfússon vinstri - græna vera fylgjandi fullu jafnrétti, vilja ganga alla leið og klára málið. Því má einnig vænta stuðnings beggja flokkanna þegar kemur að því að taka málið upp á þingi. Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ekki ráð fyrir að þingflokkurinn taki afstöðu til málsins fyrr en á þingi í haust. Aðspurður um ummæli Árna Magnússonar um helgina segir Einar þau eftirtektarverð og hann hafi sjálfur lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að tryggja full lagaleg réttindi samkynhheigðra hér á landi. Það var þó ekki annað að heyra á Einari en að hann ætti von á farsælli niðurstöðu í ríkisstjórninni. „Við höfum alltaf verið menn til þess að koma okkur saman og ná niðurstöðu um mál í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir hann og segist aðspurður ekki geta svarað fyrir hönd flokksins í þessu máli vegna þess að það hafi ekki komið inn á borð þingflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að flokkurinn væri fylgjandi auknum réttindum samkynhneigðra til fjölskylduþátttöku. Í samtali við fréttastofu sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ummæli félagsmálaráðherra um helgina styrkja enn frekar það að málin verði kláruð í haust þannig að allur réttindapakki samkynhneigðra fari í gegn. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að Samfylkingin styðji þessi mál. Að sögn Margrétar Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, eiga samkynhneigðir að njóta fullra mannréttinda, þar á meðal rétturinn til frumættleiðinga, samkvæmt stefnuskrá flokksins. Þá sagði Steingrímur J Sigfússon vinstri - græna vera fylgjandi fullu jafnrétti, vilja ganga alla leið og klára málið. Því má einnig vænta stuðnings beggja flokkanna þegar kemur að því að taka málið upp á þingi. Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ekki ráð fyrir að þingflokkurinn taki afstöðu til málsins fyrr en á þingi í haust. Aðspurður um ummæli Árna Magnússonar um helgina segir Einar þau eftirtektarverð og hann hafi sjálfur lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að tryggja full lagaleg réttindi samkynhheigðra hér á landi. Það var þó ekki annað að heyra á Einari en að hann ætti von á farsælli niðurstöðu í ríkisstjórninni. „Við höfum alltaf verið menn til þess að koma okkur saman og ná niðurstöðu um mál í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir hann og segist aðspurður ekki geta svarað fyrir hönd flokksins í þessu máli vegna þess að það hafi ekki komið inn á borð þingflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent