Lögmæti atkvæðagreiðslu athugað 7. ágúst 2005 00:01 Lögmenn álversins í Straumsvík kanna lögmæti hugsanlegrar atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa í Hafnarfirði um stækkun álversins. Upplýsingafulltrúi álversins segir að hálfum milljarði hafi verið varið í undirbúning stækkunarinnar og það sé vægast sagt sérkennilegt ætli bæjaryfirvöld að breyta leikreglunum eftir á. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur sagt að ein af þeim hugmyndum sem bæjaryfirvöld séu að skoða sé að láta stækkun álversins í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segir löggjafann ætla verkefnum af þessu tagi mjög skýran, lagalegan farveg. Þeim farvegi hafi Alcan fylgt í einu og öllu frá árinu 1999 þegar vinna við stækkunina hafi hafist. Fyrirtækinu finnist mjög óeðlilegt ef hægt sé að breyta leikreglum eftir á eins og einhverjar hugmyndir séu uppi um núna. Forsvarsmönnum Alcan þyki ástæða til að kanna hvort slík atkvæðagreisla standist lög. Þrjú ár eru síðan Skipulagsstofnun kvað upp úrskurð vegna mats á umhverfisáhrifum stækkunarinnar. Þá hefur bærinn selt álverinu umtalsvert land vegna hennar. Lúðvík Geirsson að næstu skref í málinu séu að fá viðbrögð við tillögu að deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir stækkuninni. Menn geti komið að ábendingum næstu vikurnar auk þess sem gert sé ráð fyrir fundi með bæjarbúum.Framhaldið ráðist af viðbrögðum bæjarbúa. Það sé ekki tímabært að ræða viðbrögð Alcan frekar á þessu stigi. Aðspurður hvort Alcan líti svo á að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði séu skuldbundin til þess að ráðast í verkefnið með fyrirtækinu segir Hrannar að forsvarsmenn þess líti svo á að allir málsaðilar, bæði félagið, bærinn eða almenningur sem hafi haft fleiri en eitt tækifæri til að gera athugasemdir í málinu, verði að fylgja þeim löglega farvegi sem málum sem þessum sé ætlað. Þá bætir hann við að Hafnarfjarðarbær hafi selt Alcan land undir stækkaða verksmiðju fyrir 300 milljónir króna, en hvort það bindi bæinn eitthvað gagnvart málinu láti hann ósagt. „Að minnsta kosti hefur hingað til ekki verið neitt annað en samhljómur um þetta verkefni í samskiptum okkar og bæjarins,“ segir Hrannar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lögmenn álversins í Straumsvík kanna lögmæti hugsanlegrar atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa í Hafnarfirði um stækkun álversins. Upplýsingafulltrúi álversins segir að hálfum milljarði hafi verið varið í undirbúning stækkunarinnar og það sé vægast sagt sérkennilegt ætli bæjaryfirvöld að breyta leikreglunum eftir á. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur sagt að ein af þeim hugmyndum sem bæjaryfirvöld séu að skoða sé að láta stækkun álversins í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segir löggjafann ætla verkefnum af þessu tagi mjög skýran, lagalegan farveg. Þeim farvegi hafi Alcan fylgt í einu og öllu frá árinu 1999 þegar vinna við stækkunina hafi hafist. Fyrirtækinu finnist mjög óeðlilegt ef hægt sé að breyta leikreglum eftir á eins og einhverjar hugmyndir séu uppi um núna. Forsvarsmönnum Alcan þyki ástæða til að kanna hvort slík atkvæðagreisla standist lög. Þrjú ár eru síðan Skipulagsstofnun kvað upp úrskurð vegna mats á umhverfisáhrifum stækkunarinnar. Þá hefur bærinn selt álverinu umtalsvert land vegna hennar. Lúðvík Geirsson að næstu skref í málinu séu að fá viðbrögð við tillögu að deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir stækkuninni. Menn geti komið að ábendingum næstu vikurnar auk þess sem gert sé ráð fyrir fundi með bæjarbúum.Framhaldið ráðist af viðbrögðum bæjarbúa. Það sé ekki tímabært að ræða viðbrögð Alcan frekar á þessu stigi. Aðspurður hvort Alcan líti svo á að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði séu skuldbundin til þess að ráðast í verkefnið með fyrirtækinu segir Hrannar að forsvarsmenn þess líti svo á að allir málsaðilar, bæði félagið, bærinn eða almenningur sem hafi haft fleiri en eitt tækifæri til að gera athugasemdir í málinu, verði að fylgja þeim löglega farvegi sem málum sem þessum sé ætlað. Þá bætir hann við að Hafnarfjarðarbær hafi selt Alcan land undir stækkaða verksmiðju fyrir 300 milljónir króna, en hvort það bindi bæinn eitthvað gagnvart málinu láti hann ósagt. „Að minnsta kosti hefur hingað til ekki verið neitt annað en samhljómur um þetta verkefni í samskiptum okkar og bæjarins,“ segir Hrannar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent