Kanna lögmæti innflutningsbanns 7. ágúst 2005 00:01 Lögfræðingar kanna lögmæti þess að landbúnaðarráðuneytið bannar innflutning á nautakjöti frá Suður-Ameríku þrátt fyrir að embætti yfirdýralæknis sjái ekkert athugavert við að slíkt kjötmeti rati í íslenska maga. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki fengist leyfi frá landbúnaðarráðuneytinu til að flytja inn nautakjöt frá Suður-Ameríku. Ástæðan er sögð sjúkdómavarnir þrátt fyrir að embætti yfirdýralæknis, sem er faglegur umsagnaraðili, sjái ekkert því til fyrirstöðu að það standi neytendum til boða. Embættið hefur meðal annars veitt jákvæða umsögn um innflutning á kjöti frá svæði í sunnanverðri Argentínu sem ávallt hefur verið laust við gin- og klaufaveiki en samt var þeirri umsókn einnig hafnað. Þá vekur athygli að við mat sitt styðst embætti yfirdýralæknis við reglugerð frá landbúnaðarráðuneytinu sem kveður á um þá alþjóðlegu gæðastaðla sem það á að styðjast við. Það virðist því sem ráðuneytið fari eftir öðrum og strangari stöðlum en það sjálft setur embætti yfirdýralæknis. Þau svör fengust hjá ráðuneytinu í dag að það séu ótvíræðir hagsmunir neytenda að standa vörð um sjúkdómavarnir. Ráðuneytið hefur hins vegar lagt blessun sína yfir innflutning nautakjöts frá Hollandi þrátt fyrir að upp hafi komið skæður gin- og klaufaveikifaraldur í Evrópu fyrir um fjórum árum og kjöt frá Nýja-Sjálandi hefur einnig staðið Íslendingum til boða. Á meðan lögfræðingar íslenskra kjötinnflytjenda velta því fyrir sér hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun vegna suðurameríska kjötsins má geta þess að Færeyingar geta keypt kílóið af slíku kjöti á 400 íslenskar krónur í Færeyjum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lögfræðingar kanna lögmæti þess að landbúnaðarráðuneytið bannar innflutning á nautakjöti frá Suður-Ameríku þrátt fyrir að embætti yfirdýralæknis sjái ekkert athugavert við að slíkt kjötmeti rati í íslenska maga. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki fengist leyfi frá landbúnaðarráðuneytinu til að flytja inn nautakjöt frá Suður-Ameríku. Ástæðan er sögð sjúkdómavarnir þrátt fyrir að embætti yfirdýralæknis, sem er faglegur umsagnaraðili, sjái ekkert því til fyrirstöðu að það standi neytendum til boða. Embættið hefur meðal annars veitt jákvæða umsögn um innflutning á kjöti frá svæði í sunnanverðri Argentínu sem ávallt hefur verið laust við gin- og klaufaveiki en samt var þeirri umsókn einnig hafnað. Þá vekur athygli að við mat sitt styðst embætti yfirdýralæknis við reglugerð frá landbúnaðarráðuneytinu sem kveður á um þá alþjóðlegu gæðastaðla sem það á að styðjast við. Það virðist því sem ráðuneytið fari eftir öðrum og strangari stöðlum en það sjálft setur embætti yfirdýralæknis. Þau svör fengust hjá ráðuneytinu í dag að það séu ótvíræðir hagsmunir neytenda að standa vörð um sjúkdómavarnir. Ráðuneytið hefur hins vegar lagt blessun sína yfir innflutning nautakjöts frá Hollandi þrátt fyrir að upp hafi komið skæður gin- og klaufaveikifaraldur í Evrópu fyrir um fjórum árum og kjöt frá Nýja-Sjálandi hefur einnig staðið Íslendingum til boða. Á meðan lögfræðingar íslenskra kjötinnflytjenda velta því fyrir sér hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun vegna suðurameríska kjötsins má geta þess að Færeyingar geta keypt kílóið af slíku kjöti á 400 íslenskar krónur í Færeyjum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent