Upplýsir ekki skoðun á ættleiðingu 5. ágúst 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, fordóma Sólveigar Pétursdóttur í garð samkynhneigðra og barnauppeldis þeirra hafa verið þess valdandi að hún vildi ekki leyfa eða samþykkja frumættleiðingu samkynhneigðra. Von er á ríkisstjórnarfrumvarpi í haust sem að öllum líkindum mun byggjast á mati nefndar sem fjallaði um réttarstöðu samkynhneigðra. Það felur í sér aukin réttindi eins og að skrá sig í óvígða sambúð og ættleiða börn innanlands. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni þegar kom að ættleiðingum barna frá útlöndum og hvort gera ætti lesbíum kleift að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun. Ekki náðist í Sólveigu vegna málsins. Hins vegar náðist í Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, sem hafði þó fátt um málið að segja. Hann sagði að það yrði skoðað en hann stjórnaði ekki ferðinni og gæti því lítið tjáð sig. Björn vildi engu svara þegar hann var spurður hver hans persónulega skoðun á málinu væri. „Ég vil ekki upplýsa þig um það sem mér finnst,“ sagði hann síðan við fréttamann. Þá bætti hann við að honum fyndist ómaklegt að ráðast svona gegn Sólveigu Pétursdóttur eins og Baldur gerði. Lauk síðan símtalinu. Erfitt reynist að fá fram afstöðu ráðamanna um málið og finnst eflaust mörgum undarlegt að stjórnmálamenn geti ekki sagt hug sinn, til þess þurfi heila nefnd. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og jafnréttisráðherra, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag en mun á morgun halda ræðu á Hinsegin dögum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, fordóma Sólveigar Pétursdóttur í garð samkynhneigðra og barnauppeldis þeirra hafa verið þess valdandi að hún vildi ekki leyfa eða samþykkja frumættleiðingu samkynhneigðra. Von er á ríkisstjórnarfrumvarpi í haust sem að öllum líkindum mun byggjast á mati nefndar sem fjallaði um réttarstöðu samkynhneigðra. Það felur í sér aukin réttindi eins og að skrá sig í óvígða sambúð og ættleiða börn innanlands. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni þegar kom að ættleiðingum barna frá útlöndum og hvort gera ætti lesbíum kleift að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun. Ekki náðist í Sólveigu vegna málsins. Hins vegar náðist í Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, sem hafði þó fátt um málið að segja. Hann sagði að það yrði skoðað en hann stjórnaði ekki ferðinni og gæti því lítið tjáð sig. Björn vildi engu svara þegar hann var spurður hver hans persónulega skoðun á málinu væri. „Ég vil ekki upplýsa þig um það sem mér finnst,“ sagði hann síðan við fréttamann. Þá bætti hann við að honum fyndist ómaklegt að ráðast svona gegn Sólveigu Pétursdóttur eins og Baldur gerði. Lauk síðan símtalinu. Erfitt reynist að fá fram afstöðu ráðamanna um málið og finnst eflaust mörgum undarlegt að stjórnmálamenn geti ekki sagt hug sinn, til þess þurfi heila nefnd. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og jafnréttisráðherra, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag en mun á morgun halda ræðu á Hinsegin dögum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent