Methagnaður Burðaráss 13. október 2005 19:34 Burðarás stefnir að frekari erlendum fjárfestingum í framtíðinni segir forstjóri félagsins. Burðarás hagnaðist um 20 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ekkert félag í Íslensku kauphöllinni hefur nokkurn tíma hagnast jafnmikið á svo stuttum tíma. Hagnaður Burðaráss fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 25 milljörðum króna, en þar af var hagnaður á öðrum ársfjórðungi 20 milljarðar króna. Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur hagnast svo hressilega á einum ársfjórðungi og Burðarás gerði á síðustu þremur mánuðum. Helmingur hagnaðarins er tilkominn vegna sölu fyrirtækisins á Eimskipafélaginu en hagnaður af annarri fjárfestingastarfsemi nam rúmum 12 milljörðum króna. Heildareignir Burðaráss eru nú 117 milljarðar en Burðarás á skráðar eignir fyrir 85 milljarða króna og óskráðar eignir fyrir rúma 19 milljarða. Verðmætustu eignir félagsins eru í Íslandsbanka, Skandia og Carnegie en stærsta óskráða eign fyrirtækisins, er í Avion Group sem félagið fékk að hluta til í skiptum fyrir Eimskip. Aðspurður um hvað fyrirtækið ætli að gera við þennan mikla hagnað sagði Friðrik Jóhannsson, forstjóri, að mörg verkefni væru til skoðunar, bæði hér heima og erlendis. Hann sagði jafnframt að þunginn í fjárfestingum þeirra væri að flytjast meria til útlanda. Hann sagði að Burðarás hygðist gera tilboð í Símann ásamt hópi fjárfesta og að nokkur verkefni væru til skoðunar erlendis. Hann sagði líka að ein stærsta eign félagsins væri í Skandia og að það væri góð fjárfesting með mikla ávöxtunarmöguleika. Burðarás á 4,5 prósent í félaginu en Friðrik vill ekki segja nákvæmlega til um hversu stóran hlut Burðarás hefur í hyggju að eignast í félaginu. Á tímabilinu fjárfesti Burðarás í Novator, sem er fjárfestingarfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir um fjóra milljarða króna. Novator leggur höfuðáherslu á fjárfestingar í fjarskiptafyrirtækjum. Friðrik sagði að erfitt sé að segja til um næstu skref. Tækifærin kæmu fyrirvaralaust og ákvarðanir oft teknar með skömmum fyrirvara. Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Burðarás stefnir að frekari erlendum fjárfestingum í framtíðinni segir forstjóri félagsins. Burðarás hagnaðist um 20 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ekkert félag í Íslensku kauphöllinni hefur nokkurn tíma hagnast jafnmikið á svo stuttum tíma. Hagnaður Burðaráss fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 25 milljörðum króna, en þar af var hagnaður á öðrum ársfjórðungi 20 milljarðar króna. Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur hagnast svo hressilega á einum ársfjórðungi og Burðarás gerði á síðustu þremur mánuðum. Helmingur hagnaðarins er tilkominn vegna sölu fyrirtækisins á Eimskipafélaginu en hagnaður af annarri fjárfestingastarfsemi nam rúmum 12 milljörðum króna. Heildareignir Burðaráss eru nú 117 milljarðar en Burðarás á skráðar eignir fyrir 85 milljarða króna og óskráðar eignir fyrir rúma 19 milljarða. Verðmætustu eignir félagsins eru í Íslandsbanka, Skandia og Carnegie en stærsta óskráða eign fyrirtækisins, er í Avion Group sem félagið fékk að hluta til í skiptum fyrir Eimskip. Aðspurður um hvað fyrirtækið ætli að gera við þennan mikla hagnað sagði Friðrik Jóhannsson, forstjóri, að mörg verkefni væru til skoðunar, bæði hér heima og erlendis. Hann sagði jafnframt að þunginn í fjárfestingum þeirra væri að flytjast meria til útlanda. Hann sagði að Burðarás hygðist gera tilboð í Símann ásamt hópi fjárfesta og að nokkur verkefni væru til skoðunar erlendis. Hann sagði líka að ein stærsta eign félagsins væri í Skandia og að það væri góð fjárfesting með mikla ávöxtunarmöguleika. Burðarás á 4,5 prósent í félaginu en Friðrik vill ekki segja nákvæmlega til um hversu stóran hlut Burðarás hefur í hyggju að eignast í félaginu. Á tímabilinu fjárfesti Burðarás í Novator, sem er fjárfestingarfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir um fjóra milljarða króna. Novator leggur höfuðáherslu á fjárfestingar í fjarskiptafyrirtækjum. Friðrik sagði að erfitt sé að segja til um næstu skref. Tækifærin kæmu fyrirvaralaust og ákvarðanir oft teknar með skömmum fyrirvara.
Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira