Borgin selur hlut í Vélamiðstöð 22. júlí 2005 00:01 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin. Vélamiðstöðin var gerð að einkahlutafélagi í eigu borgarsjóðs og Orkuveitunnar fyrir þremur árum. Hún hefur yfir að ráða meginþorra allra bíla sem Orkuveitan og borgarstofnanir nota og má þar nefna körfu-, sorp- og vinnuflokksbíla. Miðstöðin leigir meðal annars út alla sorphirðubíla í Reykjavík sem og bíla til Orkuveitu Reykjavíkur og er nokkurs konar bílaleiga fyrir borgina. Þá er mokstur og hálkuvarnir meðal annars í hennar höndum. Hersir Oddsson, framkvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar, segist halda að best sé fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess að vera áfram í þeim traustu höndum sem það er í í dag en þó megi sjá þessar samningaviðræður sem spennandi tækifæri. Íslenska gámafélagið bauð 735 miljónir króna í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni en gámafélagið tengist Njarðtaki ehf. í Reykjanesbæ, og er stærsti einstaki hluthafi Íslenska gámafélagsins Ólafur Thordersen er framkvæmdastjóri Njarðtaks og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Jón Þ.Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins, segir að ef kaupin ganga upp muni þau líklega ekki hafa áhrif á þá 40 starfsmenn sem vinna hjá Vélamiðstöðinni í dag. Hann segist sjá fram á gífurleg samlegðaráhrif með kaupunum, meðal annars varðandi bílarekstur og viðhald véla og bíla. Hann segir þó of snemmt að segja til um breytingar á rekstri miðstöðvarinnar en hann býst þó ekki við neinum breytingum þar sem samningaviðræður eru enn á byrjunarstigi. Aðspurður um samkeppnina sem eftir er segir hann hana næga og nefnir máli sínu til stuðnings Gámaþjónustuna og ýmis önnur verktakafyrirtæki. Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin. Vélamiðstöðin var gerð að einkahlutafélagi í eigu borgarsjóðs og Orkuveitunnar fyrir þremur árum. Hún hefur yfir að ráða meginþorra allra bíla sem Orkuveitan og borgarstofnanir nota og má þar nefna körfu-, sorp- og vinnuflokksbíla. Miðstöðin leigir meðal annars út alla sorphirðubíla í Reykjavík sem og bíla til Orkuveitu Reykjavíkur og er nokkurs konar bílaleiga fyrir borgina. Þá er mokstur og hálkuvarnir meðal annars í hennar höndum. Hersir Oddsson, framkvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar, segist halda að best sé fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess að vera áfram í þeim traustu höndum sem það er í í dag en þó megi sjá þessar samningaviðræður sem spennandi tækifæri. Íslenska gámafélagið bauð 735 miljónir króna í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni en gámafélagið tengist Njarðtaki ehf. í Reykjanesbæ, og er stærsti einstaki hluthafi Íslenska gámafélagsins Ólafur Thordersen er framkvæmdastjóri Njarðtaks og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Jón Þ.Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins, segir að ef kaupin ganga upp muni þau líklega ekki hafa áhrif á þá 40 starfsmenn sem vinna hjá Vélamiðstöðinni í dag. Hann segist sjá fram á gífurleg samlegðaráhrif með kaupunum, meðal annars varðandi bílarekstur og viðhald véla og bíla. Hann segir þó of snemmt að segja til um breytingar á rekstri miðstöðvarinnar en hann býst þó ekki við neinum breytingum þar sem samningaviðræður eru enn á byrjunarstigi. Aðspurður um samkeppnina sem eftir er segir hann hana næga og nefnir máli sínu til stuðnings Gámaþjónustuna og ýmis önnur verktakafyrirtæki.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira