Námskeið í uppeldi á Suðurnesjum 11. júlí 2005 00:01 Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. Upphaf námskeiðins má rekja til þess að verið var að leita að námsefni fyrir foreldra barna með hegðunarörðugleika. Fjótlega kom í ljós að kennsluefnið og leiðbeiningarnar hentuðu öllum foreldrum að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings. Yfirskrift námskeiðsins, sem ætlað er foreldrum í Reykjanesbæ, Sandgerði, Höfnum og Vogum, er SOS-hjálp fyrir foreldra og hefur staðið yfir í fjögur ár. Og árangurinn virðist afar góður. Gylfi segir að niðurstöðurnar sýni greinilega að það dragi verulega úr slæmri hegðun og góð hegðun aukist. Yfir 800 manns, eða þriðji til fjórði hver uppalandi á svæðinu, hefur sótt þessi námskeið. Gylfi Jón telur það einföldun að segja að þeir foreldrar sem sækja námskeiðin séu þeir foreldrar sem hvort eð er hefðu vandað sig mest við uppeldið. Og hann nefnir að sprengingin sem oðrið hafi í notkun rítalíns hérlendis sé ekki að finna á þessu svæði. Einn vandi foreldra í dag, að mati Gylfa Jóns, er að þeir geta ekki alveg nýtt sér aðferðir sem foreldrar þeirra beittu því börn í dag séu mkilu fljótari en áður að setja spurningarmerki við hvort hlýða eigi eða ekki. Á Suðurnesjum núna fá því börnin sömu skilaboðin, hvar sem þau eru; kennarinn, foreldrið og sérfræðingurinn hafa öll sótt sama námskeiðið. 75-80% starfsmanna í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði og Vogum hafa sótt námskeiðið. Gylfi Jón segist ekki vita til að reynt hafi verið að sameina uppeldisstefnu í heilum landshluta nokkurs staðar í heiminum. Hann segir ekki spurningu að fara eigi með svona námskeið víðar og kostnaðurinn sé ekki meiri en svo að ef tekst að koma í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér hegðunarörðugleika, borgi námskeiðið sig fjárhagslega. Gylfi Jón bendir á að Ísland sé eitt ríkasta samfélag veraldar og að sínu mati eigi og megi setja fjármagn í svona vinnu og fjölskyldugildin á oddinn. ... Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. Upphaf námskeiðins má rekja til þess að verið var að leita að námsefni fyrir foreldra barna með hegðunarörðugleika. Fjótlega kom í ljós að kennsluefnið og leiðbeiningarnar hentuðu öllum foreldrum að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings. Yfirskrift námskeiðsins, sem ætlað er foreldrum í Reykjanesbæ, Sandgerði, Höfnum og Vogum, er SOS-hjálp fyrir foreldra og hefur staðið yfir í fjögur ár. Og árangurinn virðist afar góður. Gylfi segir að niðurstöðurnar sýni greinilega að það dragi verulega úr slæmri hegðun og góð hegðun aukist. Yfir 800 manns, eða þriðji til fjórði hver uppalandi á svæðinu, hefur sótt þessi námskeið. Gylfi Jón telur það einföldun að segja að þeir foreldrar sem sækja námskeiðin séu þeir foreldrar sem hvort eð er hefðu vandað sig mest við uppeldið. Og hann nefnir að sprengingin sem oðrið hafi í notkun rítalíns hérlendis sé ekki að finna á þessu svæði. Einn vandi foreldra í dag, að mati Gylfa Jóns, er að þeir geta ekki alveg nýtt sér aðferðir sem foreldrar þeirra beittu því börn í dag séu mkilu fljótari en áður að setja spurningarmerki við hvort hlýða eigi eða ekki. Á Suðurnesjum núna fá því börnin sömu skilaboðin, hvar sem þau eru; kennarinn, foreldrið og sérfræðingurinn hafa öll sótt sama námskeiðið. 75-80% starfsmanna í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði og Vogum hafa sótt námskeiðið. Gylfi Jón segist ekki vita til að reynt hafi verið að sameina uppeldisstefnu í heilum landshluta nokkurs staðar í heiminum. Hann segir ekki spurningu að fara eigi með svona námskeið víðar og kostnaðurinn sé ekki meiri en svo að ef tekst að koma í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér hegðunarörðugleika, borgi námskeiðið sig fjárhagslega. Gylfi Jón bendir á að Ísland sé eitt ríkasta samfélag veraldar og að sínu mati eigi og megi setja fjármagn í svona vinnu og fjölskyldugildin á oddinn. ...
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira