Beðið ákvörðunar forsetans 1. júlí 2005 00:01 Ríkisstjórn Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, er fallin. Þýska þingið felldi trauststillögu á stjórnina í morgun með 296 atkvæðum gegn 151. Beðið er ákvörðunar forsetans um hvort kosningar verði haldnar í haust. Schröder hafði hvatt þingmenn til að kjósa gegn ríkisstjórninni svo flýta mætti kosningum. Það gekk eftir en Schröder hafði lýst því yfir að hann yrði að fá endurnýjað umboð frá kjósendum til að koma heldur óvinsælum tillögum ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur í gegn. Á þinginu í dag sagði hann að markmið sitt væri alveg ljóst: Hann vilji biðja forsetann um að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. „Þetta myndi gera mér og flokki mínum kleift að takast á við sársaukafull og erfið mál,“ sagði Schröder. Það er forsetinn, Horst Köhler, sem ákveður hvort þing verði rofið og boðað til kosninga ári fyrr en ætlað var. Hann hefur þrjár vikur til að taka ákvörðunina en ýmsir hafa gagnrýnt Schröder fyrir allt þetta sjónarspil og telja það að fella eigin ríkisstjórn vísvitandi geti jafnvel strítt gegn stjórnarskránni. Þetta á sér þó fordæmi. Árið 1982 tapaði þáverandi kanslari, Helmut Kohl, viljandi kosningu um vantraust á ríkisstjórn sína til að auka meirihluta sinn á þingi í næstu kosningum. SPD, Sósíaldemókrataflokkur Schröders, getur þó síður en svo treyst því að hann beri sigur úr býtum ef kosningar verða haldnar í haust en flokkurinn hefur undanfarið tapað í mikilvægum héraðskosningum. Allar líkur eru á að Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel í broddi fylkingar, nái völdum en þeir hafa undanfarið mælst með allt upp í tuttugu prósentustigum meira fylgi í skoðanakönnunum. Merkel yrði þá fyrst kvenna til að gegna embætti kanslara Þýskalands. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Ríkisstjórn Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, er fallin. Þýska þingið felldi trauststillögu á stjórnina í morgun með 296 atkvæðum gegn 151. Beðið er ákvörðunar forsetans um hvort kosningar verði haldnar í haust. Schröder hafði hvatt þingmenn til að kjósa gegn ríkisstjórninni svo flýta mætti kosningum. Það gekk eftir en Schröder hafði lýst því yfir að hann yrði að fá endurnýjað umboð frá kjósendum til að koma heldur óvinsælum tillögum ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur í gegn. Á þinginu í dag sagði hann að markmið sitt væri alveg ljóst: Hann vilji biðja forsetann um að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. „Þetta myndi gera mér og flokki mínum kleift að takast á við sársaukafull og erfið mál,“ sagði Schröder. Það er forsetinn, Horst Köhler, sem ákveður hvort þing verði rofið og boðað til kosninga ári fyrr en ætlað var. Hann hefur þrjár vikur til að taka ákvörðunina en ýmsir hafa gagnrýnt Schröder fyrir allt þetta sjónarspil og telja það að fella eigin ríkisstjórn vísvitandi geti jafnvel strítt gegn stjórnarskránni. Þetta á sér þó fordæmi. Árið 1982 tapaði þáverandi kanslari, Helmut Kohl, viljandi kosningu um vantraust á ríkisstjórn sína til að auka meirihluta sinn á þingi í næstu kosningum. SPD, Sósíaldemókrataflokkur Schröders, getur þó síður en svo treyst því að hann beri sigur úr býtum ef kosningar verða haldnar í haust en flokkurinn hefur undanfarið tapað í mikilvægum héraðskosningum. Allar líkur eru á að Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel í broddi fylkingar, nái völdum en þeir hafa undanfarið mælst með allt upp í tuttugu prósentustigum meira fylgi í skoðanakönnunum. Merkel yrði þá fyrst kvenna til að gegna embætti kanslara Þýskalands.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira