Stefnir í upplausn R-listans 30. júní 2005 00:01 Auknar líkur eru á að störfum viðræðunefndar flokka R-listans ljúki með því að listinn verði leystur upp, segir heimildarmaður Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna. Það er ágreiningur Vinstri grænna og Samfylkingar um fjölda fulltrúa hvers flokks á listanum sem gæti riðið R-listanum að fullu. Sá ágreiningur byggist á því að Samfylkingin vill fá fjóra til fimm borgarfulltrúa eða láta kjósa inn á listann í opnu prófkjöri meðan Vinstri grænir vilja tryggja jafna aðkomu flokkanna. Heimildarmaður blaðsins segir enn fremur að greina megi á mörgum Samfylkingarmönnum að þeir líti á Vinstri græna sem olnbogabarn sem gott væri að losa sig við eftir að þeir reyndust Samfylkingunni erfiður ljár í þúfu, bæði þegar Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri og í Landsvirkjunarmálinu. Sverrir Jakobsson, varamaður Vinstri grænna í viðræðunefnd um R-listann , segir að ef ekki náist sátt um málið muni flokkarnir bjóða fram hver í sínu lagi en þó ganga bundnir til kosninga. Annar heimildarmaður Vinstri grænna telur hins vegar litlar líkur á því að Samfylkingin sjái hag sinn í því þar sem flokkurinn muni reyna að ná fylgi frá hægri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aldrei hafi verið jafnt hlutfall fulltrúa flokkanna á listanum heldur hafi alltaf verið litið til fylgis flokkanna enda sé það lýðræðislegt. Hún segir Samfylkinguna síður en svo líta á VG sem olnbogabarn þótt flokkarnir hafi tekist á sem samstarfsflokkar. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu vilja Framsóknarmenn hins vegar í fremstu lög halda samstarfinu áfram og hafa í þeirri viðleitni rætt það lauslega að láta Orkuveituna í hendur Vinstri grænna. Fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni segist ekki kannast við að fulltrúar samstarfsflokkanna tveggja séu farnir að hóta því að bjóða fram einir. Hann segir Orkuveituna ekki heilagt vígi Framsóknarmanna. Viðræðunefndin kemur aftur saman á mánudaginn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Auknar líkur eru á að störfum viðræðunefndar flokka R-listans ljúki með því að listinn verði leystur upp, segir heimildarmaður Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna. Það er ágreiningur Vinstri grænna og Samfylkingar um fjölda fulltrúa hvers flokks á listanum sem gæti riðið R-listanum að fullu. Sá ágreiningur byggist á því að Samfylkingin vill fá fjóra til fimm borgarfulltrúa eða láta kjósa inn á listann í opnu prófkjöri meðan Vinstri grænir vilja tryggja jafna aðkomu flokkanna. Heimildarmaður blaðsins segir enn fremur að greina megi á mörgum Samfylkingarmönnum að þeir líti á Vinstri græna sem olnbogabarn sem gott væri að losa sig við eftir að þeir reyndust Samfylkingunni erfiður ljár í þúfu, bæði þegar Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri og í Landsvirkjunarmálinu. Sverrir Jakobsson, varamaður Vinstri grænna í viðræðunefnd um R-listann , segir að ef ekki náist sátt um málið muni flokkarnir bjóða fram hver í sínu lagi en þó ganga bundnir til kosninga. Annar heimildarmaður Vinstri grænna telur hins vegar litlar líkur á því að Samfylkingin sjái hag sinn í því þar sem flokkurinn muni reyna að ná fylgi frá hægri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aldrei hafi verið jafnt hlutfall fulltrúa flokkanna á listanum heldur hafi alltaf verið litið til fylgis flokkanna enda sé það lýðræðislegt. Hún segir Samfylkinguna síður en svo líta á VG sem olnbogabarn þótt flokkarnir hafi tekist á sem samstarfsflokkar. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu vilja Framsóknarmenn hins vegar í fremstu lög halda samstarfinu áfram og hafa í þeirri viðleitni rætt það lauslega að láta Orkuveituna í hendur Vinstri grænna. Fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni segist ekki kannast við að fulltrúar samstarfsflokkanna tveggja séu farnir að hóta því að bjóða fram einir. Hann segir Orkuveituna ekki heilagt vígi Framsóknarmanna. Viðræðunefndin kemur aftur saman á mánudaginn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent