Framsókn í miklum vanda 28. júní 2005 00:01 Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka. Í könnuninni mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi á landsvísu sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst í þjóðarpúlsi Gallup en flokkurinn hlaut 17,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003 og 12 þingmenn kjörna. Þetta er sami fjöldi og flokkurinn fékk í kosningunum 1999 en flokkurinn tapaði 0,7 prósent atkvæða á milli þeirra kosninga. Úrtakið í könnun Gallup var 2.344 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61 af hundraði en hafa ber í huga að mjög lítið úrtak er í hverju kjördæmi fyrir sig eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu. Slíkt getur skekkt áreiðanleika könnunarinnar. Hrun í norðausturkjördæmi Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær tapar flokkurinn rúmlega 20 prósentustigum í könnun Gallup í norðausturkjördæmi og tapar hann hvergi jafn miklu fylgi á landinu. Þar fékk hann fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum en samkvæmt könnun Gallup fengi hann einn kjördæmakjörinn þingmann í kjördæminu og hugsanlega uppbótarþingmann. Fréttablaðið hefur stuðst við útreikninga sérfræðings við forsendur á reiknuðum þingmannafjölda hvers kjördæmis en þar sem úrtak Gallup í hverju kjördæmi var mjög lítið getur verið um óáreiðanlegar tölur að ræða auk þess sem ekki eru bein áhrif á milli fylgis flokkanna og þingmannafjölda í hverju kjördæmi. Fylgi í öðrum kjördæmum getur haft þar mikil áhrif og hefur haft það, til að mynda í síðustu þingkosningum. Forsætisráðherra af þingi Samkvæmt könnuninni myndi flokkurinn einnig missa tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar eru fyrir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Sama á við um Reykjavíkurkjördæmi suður en Fréttablaðið sagði frá því um síðustu helgi að fylgi flokksins í kjördæminu væri langt fyrir neðan kjörfylgi og dygði líklega ekki til að flokkurinn fengi þar kjördæmakjörinn þingmann. Eina kjördæmið þar sem öruggt er að flokkurinn myndi halda sínum þingmanni væri suðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn héldi sínum eina þingmanni. Það kjördæmi þar sem flokkurinn tapar hvað minnstu fylgi hlutfallslega er hins vegar suðurkjördæmi þar sem Guðni Ágústsson hefur leitt lista framsóknarmanna. Mögulegt er þó að flokkurinn myndi tapa einum þingmanni þar þótt það sé ólíklegt og hann myndi að öllum líkindum fá uppbótarþingmann. Geta tapað helmingi þingmanna Mögulegt er að Framsóknarflokkurinn geti tapað helmingi þingmanna sinna miðað við könnun Gallup. Hér hafa þó aðrir þættir einnig áhrif svo sem fylgi annarra flokka og sérstaklega Frjálslynda flokksins en flokkurinn hefur nú þrjá þingmenn en fékk fjóra kjörna og mældist með tiltölulega lítið fylgi í könnuninni og aðeins 10,4 prósent í norðvesturkjördæmi. Það kjördæmi hefur verið sterkasta kjördæmi flokksins og hefur verið eina kjördæmið þar sem flokkurinn hefur fengið kjördæmakjörinn þingmann. Auk þess er ljóst að ákveðnar kjördæmabreytingar munu eiga sér stað með tilfærslu þingmanna milli kjördæma og er ekki tekið tillit til þess við útreikninga sem þessi samanburður nær til. Ekkert breytir þó því að Framsóknarflokkurinn er í sögulegri lægð og þarf mikið að breytast hjá flokknum til að hann nái kjörfylgi. Næsti þjóðarpúls Gallup verður birtur í byrjun júlí. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka. Í könnuninni mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi á landsvísu sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst í þjóðarpúlsi Gallup en flokkurinn hlaut 17,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003 og 12 þingmenn kjörna. Þetta er sami fjöldi og flokkurinn fékk í kosningunum 1999 en flokkurinn tapaði 0,7 prósent atkvæða á milli þeirra kosninga. Úrtakið í könnun Gallup var 2.344 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61 af hundraði en hafa ber í huga að mjög lítið úrtak er í hverju kjördæmi fyrir sig eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu. Slíkt getur skekkt áreiðanleika könnunarinnar. Hrun í norðausturkjördæmi Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær tapar flokkurinn rúmlega 20 prósentustigum í könnun Gallup í norðausturkjördæmi og tapar hann hvergi jafn miklu fylgi á landinu. Þar fékk hann fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum en samkvæmt könnun Gallup fengi hann einn kjördæmakjörinn þingmann í kjördæminu og hugsanlega uppbótarþingmann. Fréttablaðið hefur stuðst við útreikninga sérfræðings við forsendur á reiknuðum þingmannafjölda hvers kjördæmis en þar sem úrtak Gallup í hverju kjördæmi var mjög lítið getur verið um óáreiðanlegar tölur að ræða auk þess sem ekki eru bein áhrif á milli fylgis flokkanna og þingmannafjölda í hverju kjördæmi. Fylgi í öðrum kjördæmum getur haft þar mikil áhrif og hefur haft það, til að mynda í síðustu þingkosningum. Forsætisráðherra af þingi Samkvæmt könnuninni myndi flokkurinn einnig missa tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar eru fyrir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Sama á við um Reykjavíkurkjördæmi suður en Fréttablaðið sagði frá því um síðustu helgi að fylgi flokksins í kjördæminu væri langt fyrir neðan kjörfylgi og dygði líklega ekki til að flokkurinn fengi þar kjördæmakjörinn þingmann. Eina kjördæmið þar sem öruggt er að flokkurinn myndi halda sínum þingmanni væri suðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn héldi sínum eina þingmanni. Það kjördæmi þar sem flokkurinn tapar hvað minnstu fylgi hlutfallslega er hins vegar suðurkjördæmi þar sem Guðni Ágústsson hefur leitt lista framsóknarmanna. Mögulegt er þó að flokkurinn myndi tapa einum þingmanni þar þótt það sé ólíklegt og hann myndi að öllum líkindum fá uppbótarþingmann. Geta tapað helmingi þingmanna Mögulegt er að Framsóknarflokkurinn geti tapað helmingi þingmanna sinna miðað við könnun Gallup. Hér hafa þó aðrir þættir einnig áhrif svo sem fylgi annarra flokka og sérstaklega Frjálslynda flokksins en flokkurinn hefur nú þrjá þingmenn en fékk fjóra kjörna og mældist með tiltölulega lítið fylgi í könnuninni og aðeins 10,4 prósent í norðvesturkjördæmi. Það kjördæmi hefur verið sterkasta kjördæmi flokksins og hefur verið eina kjördæmið þar sem flokkurinn hefur fengið kjördæmakjörinn þingmann. Auk þess er ljóst að ákveðnar kjördæmabreytingar munu eiga sér stað með tilfærslu þingmanna milli kjördæma og er ekki tekið tillit til þess við útreikninga sem þessi samanburður nær til. Ekkert breytir þó því að Framsóknarflokkurinn er í sögulegri lægð og þarf mikið að breytast hjá flokknum til að hann nái kjörfylgi. Næsti þjóðarpúls Gallup verður birtur í byrjun júlí.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira