Ísland ætlar í öryggisráðið 28. júní 2005 00:01 Forsætisráðherra Íslands staðfesti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hætti Ísland við gætu Norðurlöndin orðið atkvæðalaus í ráðinu í sex ár. Á árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna á suðurhluta Fjóns í Danmörku kom meðal annars til umræðu hugsanleg aðild Íslands að öryggisráðinu. Ákvörðunin um að sækjast eftir setu í ráðinu var tekin fyrir nokkrum árum. Málið fór fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og var samþykkt í ríkisstjórn. Nú er staðan hins vegar sú að þrjú lönd sækjast eftir tveimur lausum sætum: Ísland, Austurríki og Tyrkland. Það þýðir að Ísland þarf að fara í kostnaðarsamt framboð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir eðlilegt að fram fari endurmat á stöðunni sem nú sé verið að gera. „En engin ný ákvörðun hefur verið tekin þannig að sú gamla stendur,“ segir Halldór. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist telja sig geta fullyrt fyrir hönd allra Norðurlandaþjóðanna að þær muni styðja framboð Íslendinga. „Íslendingar ákveða auðvitað sjálfir hvort þeir bjóða sig fram en Halldór Ásgrímsson sagði okkur í dag að ákvörðun Íslendinga standi enn og vinaþjóðirnar munu standa við sitt,“ segir Rasmussen. Danmörk er nú fulltrúi Norðurlanda í öryggisráðinu í fjórða sinn frá árinu 1953. Norðurlönd hafa átt sæti í ráðinu í tvö ár og setið hjá næstu tvö ár á eftir. Danmörk situr því út næsta ár, Norðurlönd sitja hjá 2007 og 2008 og Ísland yrði rödd þeirra í ráðinu 2009 og 2010. Hætti Ísland við framboðið gætu Norðurlönd því orðið atkvæðalaus í öryggisráðinu í sex ár. Það kom skýrt fram á fundi norrænu forsætisráðherranna í gær að í norrænu samstarfi eru málefni Sameinuðu þjóðanna mikilvæg. Halldór segir að allir hafi verið sammála um að það skipti miklu máli að endurskoða og endurbæta Sameinuðu þjóðirnar og að Norðurlandaþjóðirnar tækju virkan þátt í því samstarfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands staðfesti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hætti Ísland við gætu Norðurlöndin orðið atkvæðalaus í ráðinu í sex ár. Á árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna á suðurhluta Fjóns í Danmörku kom meðal annars til umræðu hugsanleg aðild Íslands að öryggisráðinu. Ákvörðunin um að sækjast eftir setu í ráðinu var tekin fyrir nokkrum árum. Málið fór fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og var samþykkt í ríkisstjórn. Nú er staðan hins vegar sú að þrjú lönd sækjast eftir tveimur lausum sætum: Ísland, Austurríki og Tyrkland. Það þýðir að Ísland þarf að fara í kostnaðarsamt framboð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir eðlilegt að fram fari endurmat á stöðunni sem nú sé verið að gera. „En engin ný ákvörðun hefur verið tekin þannig að sú gamla stendur,“ segir Halldór. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist telja sig geta fullyrt fyrir hönd allra Norðurlandaþjóðanna að þær muni styðja framboð Íslendinga. „Íslendingar ákveða auðvitað sjálfir hvort þeir bjóða sig fram en Halldór Ásgrímsson sagði okkur í dag að ákvörðun Íslendinga standi enn og vinaþjóðirnar munu standa við sitt,“ segir Rasmussen. Danmörk er nú fulltrúi Norðurlanda í öryggisráðinu í fjórða sinn frá árinu 1953. Norðurlönd hafa átt sæti í ráðinu í tvö ár og setið hjá næstu tvö ár á eftir. Danmörk situr því út næsta ár, Norðurlönd sitja hjá 2007 og 2008 og Ísland yrði rödd þeirra í ráðinu 2009 og 2010. Hætti Ísland við framboðið gætu Norðurlönd því orðið atkvæðalaus í öryggisráðinu í sex ár. Það kom skýrt fram á fundi norrænu forsætisráðherranna í gær að í norrænu samstarfi eru málefni Sameinuðu þjóðanna mikilvæg. Halldór segir að allir hafi verið sammála um að það skipti miklu máli að endurskoða og endurbæta Sameinuðu þjóðirnar og að Norðurlandaþjóðirnar tækju virkan þátt í því samstarfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira