Stóðum við skuldbindingar 27. júní 2005 00:01 Hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka voru færð í reikninga fyrirtækisins meðan þau voru í eigu hans segir í yfirlýsingum frá Peter Gatti, framkvæmdastjóra Hauck & Aufhäuser, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Yfirlýsingin er svar stjórnenda bankans við gagnrýni Vilhjálms Bjarnasonar aðjúnkts við Háskóla Íslands, sem hefur sagt að Fjármálaeftirlitið hafi verið blekkt þar sem S-hópurinn hafi í raun ráðið þeim hlut sem Hauck & Aufhäuser var skráður fyrir. Í yfirlýsingu Við lýstum því yfir í upphafi að við kæmum að þessu sem hvati að einkavæðingu í íslenska bankakerfinu segir Gatti í yfirlýsingu sinni. Hann bætir því við að þeir hafi staðið við skuldbindingar sínar og gott betur. Gatti segir það valda sér vonbrigðum að efasemdum hafi verið sáð um heilindi bankans og að hann hafi verið dreginn á neikvæðan máta inn í umræðu um einkavæðingu á Íslandi. Þýski bankinn keypti 16,3 prósent í Búnaðarbankanum og var haft eftir Ólafi Ólafssyni, sem var í forsvari fyrir kaupendur bankans, í Fréttablaðinu í kjölfar sölunnar, að gott væri að fá það aðhald sem fylgdi eign þýska bankans í Búnaðarbankanum. Félag í eigu Ólafs hefur nú keypt bréf þýska bankans í KB banka en Kaupþing og Búnaðarbanki sameinuðust fáeinum mánuðum eftir einkavæðinguna. Bankinn, sem um ræðir, er banki sem hafði heldur minna af eignum en Búnaðarbankinn við söluna. Eigið fé hans var um 9 milljarðar íslenskra króna en eigið fé Búnaðarbankans á sama tíma um 13 milljarðar. Framkvæmdastjóri þýska bankans, Peter Gatti, kom hingað til að undirrita samninga en bankinn hefur nú selt bréf sín eins og áður segir og hefur varist allra frétta í skjóli bankaleyndar af viðskiptum sínum með bréf í Búnaðarbankanum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Viðskipti Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira
Hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka voru færð í reikninga fyrirtækisins meðan þau voru í eigu hans segir í yfirlýsingum frá Peter Gatti, framkvæmdastjóra Hauck & Aufhäuser, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Yfirlýsingin er svar stjórnenda bankans við gagnrýni Vilhjálms Bjarnasonar aðjúnkts við Háskóla Íslands, sem hefur sagt að Fjármálaeftirlitið hafi verið blekkt þar sem S-hópurinn hafi í raun ráðið þeim hlut sem Hauck & Aufhäuser var skráður fyrir. Í yfirlýsingu Við lýstum því yfir í upphafi að við kæmum að þessu sem hvati að einkavæðingu í íslenska bankakerfinu segir Gatti í yfirlýsingu sinni. Hann bætir því við að þeir hafi staðið við skuldbindingar sínar og gott betur. Gatti segir það valda sér vonbrigðum að efasemdum hafi verið sáð um heilindi bankans og að hann hafi verið dreginn á neikvæðan máta inn í umræðu um einkavæðingu á Íslandi. Þýski bankinn keypti 16,3 prósent í Búnaðarbankanum og var haft eftir Ólafi Ólafssyni, sem var í forsvari fyrir kaupendur bankans, í Fréttablaðinu í kjölfar sölunnar, að gott væri að fá það aðhald sem fylgdi eign þýska bankans í Búnaðarbankanum. Félag í eigu Ólafs hefur nú keypt bréf þýska bankans í KB banka en Kaupþing og Búnaðarbanki sameinuðust fáeinum mánuðum eftir einkavæðinguna. Bankinn, sem um ræðir, er banki sem hafði heldur minna af eignum en Búnaðarbankinn við söluna. Eigið fé hans var um 9 milljarðar íslenskra króna en eigið fé Búnaðarbankans á sama tíma um 13 milljarðar. Framkvæmdastjóri þýska bankans, Peter Gatti, kom hingað til að undirrita samninga en bankinn hefur nú selt bréf sín eins og áður segir og hefur varist allra frétta í skjóli bankaleyndar af viðskiptum sínum með bréf í Búnaðarbankanum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Viðskipti Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira