Fái að kvikmynda við Krýsuvík 21. júní 2005 00:01 Flest bendir til að Clint Eastwood og Steven Spielberg verði leyft að kvikmynda í Arnarfelli við Krýsuvík þrátt fyrir að umhverfisnefnd Hafnarfjarðar leggist gegn því. Byggingar- og skipulagsráð Hafnarfjarðar leggst ekki gegn kvikmyndagerðinni og það ræður. Til stendur að taka upp í tíu daga við Arnarfell. Svæðið þar þykir líkjast mjög svæði á eyjunni Iwo Jima í Japan þar sem ein frægasta stríðsljósmynd allra tíma var tekin þegar bandarískir hermenn reistu fána á eyjunni. Tökurnar fara að mestu leyti fram í norðausturhluta Arnarfells sem snýr í öfuga átt við kirkjuna í Krýsuvík. Þá verður tökuliðið með aðsetur við veginn. Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar leggst alfarið gegn áformum um kvikmyndatökur á þessu svæði á þeim forsendum að landrask verði of mikið. Undir það sjónarmið tekur stjórn Reykjanesfólkvangs. Ákvörðun í málinu er hins vegar ekki í höndum þessara aðila heldur byggingar- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. Forsvarsmenn þess hafa nokkuð aðra sýn á málið. Ellý Erlingsdóttir formaður ráðsins, segir Landgræðslu, Umhverfisstofnun og Fornleifavernd ríkisins allar hafa gefið grænt ljós á að farið verði af stað með kvikmyndatökur. Skipulagsráð Hafnarfjarðar áformar að kalla alla sem hlut eiga að máli á sinn fund síðar í vikunni og fljótlega í kjölfarið verður svo tekin endanleg ákvörðun í málinu. Ellý segir tryggt að landinu verði ekki skilað í síðra ástandi en það er nú. Annað komi ekki til greina. Krýsuvík sé verðmætt svæði, ekki bara Hafnfirðingum heldur öllum sveitarfélögunum í kring, og ráðið vilji tryggja það að því sé sómi sýndur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Flest bendir til að Clint Eastwood og Steven Spielberg verði leyft að kvikmynda í Arnarfelli við Krýsuvík þrátt fyrir að umhverfisnefnd Hafnarfjarðar leggist gegn því. Byggingar- og skipulagsráð Hafnarfjarðar leggst ekki gegn kvikmyndagerðinni og það ræður. Til stendur að taka upp í tíu daga við Arnarfell. Svæðið þar þykir líkjast mjög svæði á eyjunni Iwo Jima í Japan þar sem ein frægasta stríðsljósmynd allra tíma var tekin þegar bandarískir hermenn reistu fána á eyjunni. Tökurnar fara að mestu leyti fram í norðausturhluta Arnarfells sem snýr í öfuga átt við kirkjuna í Krýsuvík. Þá verður tökuliðið með aðsetur við veginn. Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar leggst alfarið gegn áformum um kvikmyndatökur á þessu svæði á þeim forsendum að landrask verði of mikið. Undir það sjónarmið tekur stjórn Reykjanesfólkvangs. Ákvörðun í málinu er hins vegar ekki í höndum þessara aðila heldur byggingar- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. Forsvarsmenn þess hafa nokkuð aðra sýn á málið. Ellý Erlingsdóttir formaður ráðsins, segir Landgræðslu, Umhverfisstofnun og Fornleifavernd ríkisins allar hafa gefið grænt ljós á að farið verði af stað með kvikmyndatökur. Skipulagsráð Hafnarfjarðar áformar að kalla alla sem hlut eiga að máli á sinn fund síðar í vikunni og fljótlega í kjölfarið verður svo tekin endanleg ákvörðun í málinu. Ellý segir tryggt að landinu verði ekki skilað í síðra ástandi en það er nú. Annað komi ekki til greina. Krýsuvík sé verðmætt svæði, ekki bara Hafnfirðingum heldur öllum sveitarfélögunum í kring, og ráðið vilji tryggja það að því sé sómi sýndur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira