Þrjá milljarðar fram úr fjárlögum 20. júní 2005 00:01 Í ráðherratíð Guðna Ágústssonar hefur landbúnaðarráðuneytið farið um 3,3 milljarða fram úr fjárlögum. Guðni Ágústsson tók við embætti 1999 en frá þeim tíma hefur ráðuneytið farið fram úr fjárlögum að meðaltali er nemur um 650 milljónum króna árlega. Ingimar Jóhannsson, fjármálastjóri landbúnaðarráðuneytisins, segir að framúrkeyrslan stafi einna helst af rekstrarhalla landbúnaðarskólanna og embættis yfirdýralæknis en af ólíkum ástæðum þó. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári var landbúnaðarráðuneytið það ráðuneyti sem fór hlutfallslega mest fram úr fjárlögum. Hann segir að embætti yfirdýralæknis hafi tapað um 60 milljónum vegna gjaldþrots sláturhúsa fyrir nokkrum árum. "Í tilviki yfirdýralæknis er því ekki um árvissa framúrkeyrslu að ræða heldur tap sem velt hefur verið á milli ára," segir Ingimar. Aðspurður segir hann að ráðuneytið hafi margoft sóst eftir því að tapið yrði hreinsað upp en það hafi enn ekki gengið eftir. "Hvað varðar skólana má deila um það hvort fjárveitingar séu of lágar eða hvort skorti á forgangsröðun verkefna innan skólanna," segir Ingimar. Hann segir að þegar Landbúnaðarskólanum á Hvanneyri hafi verið breytt í háskóla hafi ekki nægilegar fjárveitingar fylgt. "Þar hefur skapast uppsafnað vandamál síðustu þriggja til fjögurra ára," segir Ingimar en bætir við að sífellt sé verið að reyna að vinna á vandanum. "Í raun hefur landbúnaðarráðuneytið verið rekið á fjárlögum á árunum 2001 til 2001 ef frá er talið embætti yfirdýralæknis og skólarnir," bendir Ingimar á. Samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ráðuneytum að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir. Ingimar segir að sífellt sé verið að bregðast við samkvæmt reglugerðinni, fara yfir einstaka fjármálaliði og hvetja til sparnaðar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Í ráðherratíð Guðna Ágústssonar hefur landbúnaðarráðuneytið farið um 3,3 milljarða fram úr fjárlögum. Guðni Ágústsson tók við embætti 1999 en frá þeim tíma hefur ráðuneytið farið fram úr fjárlögum að meðaltali er nemur um 650 milljónum króna árlega. Ingimar Jóhannsson, fjármálastjóri landbúnaðarráðuneytisins, segir að framúrkeyrslan stafi einna helst af rekstrarhalla landbúnaðarskólanna og embættis yfirdýralæknis en af ólíkum ástæðum þó. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári var landbúnaðarráðuneytið það ráðuneyti sem fór hlutfallslega mest fram úr fjárlögum. Hann segir að embætti yfirdýralæknis hafi tapað um 60 milljónum vegna gjaldþrots sláturhúsa fyrir nokkrum árum. "Í tilviki yfirdýralæknis er því ekki um árvissa framúrkeyrslu að ræða heldur tap sem velt hefur verið á milli ára," segir Ingimar. Aðspurður segir hann að ráðuneytið hafi margoft sóst eftir því að tapið yrði hreinsað upp en það hafi enn ekki gengið eftir. "Hvað varðar skólana má deila um það hvort fjárveitingar séu of lágar eða hvort skorti á forgangsröðun verkefna innan skólanna," segir Ingimar. Hann segir að þegar Landbúnaðarskólanum á Hvanneyri hafi verið breytt í háskóla hafi ekki nægilegar fjárveitingar fylgt. "Þar hefur skapast uppsafnað vandamál síðustu þriggja til fjögurra ára," segir Ingimar en bætir við að sífellt sé verið að reyna að vinna á vandanum. "Í raun hefur landbúnaðarráðuneytið verið rekið á fjárlögum á árunum 2001 til 2001 ef frá er talið embætti yfirdýralæknis og skólarnir," bendir Ingimar á. Samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ráðuneytum að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir. Ingimar segir að sífellt sé verið að bregðast við samkvæmt reglugerðinni, fara yfir einstaka fjármálaliði og hvetja til sparnaðar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira