Segir Hermann Jónasson föður sinn 26. maí 2005 00:01 Í viðtali sem flutt verður í þættinum Allt&sumt á Talstöðinni kl. 17 í dag segir Lúðvík Gizurarson frá máli sem hann hefur höfðað til að fá úr því skorið hvort Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Lúðvík fékk sem kunnugt er úr því skorið árið 2003 að Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, sem lést um mitt ár 1997, hafi ekki verið faðir hans. Lúðvík segir í viðtalinu að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu sinnar, né Hermanns sjálfs, ef marka má orð Lúðvíks. Hann segir Dagmar Lúðvíksdóttur, móður sína, og Hermann hafa átt í ástarsambandi meðan Dagmar starfaði sem ritari Hermanns á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Hermann gengdi sem kunnugt er starfi lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1929 til 1934. Lúðvík er fæddur 1932. En Dagmar Lúðvíksdóttir og Vigdís Steingrímsdóttir, eiginkona Hermanns voru náfrænkur. Lúðvík segir ennfremur í viðtalinu að móðir hans hafi að sögn ákveðið að fara austur á Neskaupstað þegar hann uppgötvaði að ást hennar og lögreglustjórans þáverandi hafi borið ávöxt, en faðir Dagmarar var útgerðarmaður eystra. Hún hafi síðar gifst Gizuri Bergsteinssyni lögmanni og hið rétta faðerni Lúðvíks hafi alltaf verið ljóst. Lúðvík segir framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, um það leyti sem móðir hans gekk með hann, hafa verið ástæðu þess að hinu rétta faðerni var ekki flaggað; það hefði gert möguleika Hermanns á því að setjast á þing fyrir Strandamenn nokkru síðar að engu og hann því viljað halda því leyndu, enda giftur annarri konu. Aðspurður um hverju sæti að hann skuli nú, nærri þrjátíu árum eftir dauða Hermanns og nær tíu árum eftir dauða móður sinnar og stjúpa, ákveðið að höfða mál til staðfestingar faðernis síns, að Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrum forsætisráðherra, hafi ásamt systur sinni Pálínu Hermannsdóttur, gert sig arflausan. Enginn vafi sé á réttu faðerni hans, hvorki í hans huga né Steingríms, sem þó afgreiðir kröfur meints bróður síns, og frænda, sem "kjaftasögur sem ekki sé byggjandi á." Gizur Bergsteinsson, stjúpi Lúðvíks, var hæstaréttardómari í nær fjörutíu ár, frá árinu 1935, þegar Hermann Jónasson skipaði hann sem dómara. Sú skipan mætti á þeim tíma harðri andstöðu enda Gizur ungur að árum. Lúðvík segir margt benda til þess að sú skipan tengist réttu faðerni sínu. Þó Hæstiréttur hafi úrskurðað að Lúðvík skuli ekki fá aðgang að hugsanlegum lífssýnum Hermanns, til að skera úr um kröfur sínar, er málinu þó ekki lokið því hann og lögmaður hans Dögg Pálsdóttir munu nú fara með mál hans fyrir héraðsdóm þar sem reynt verður að færa sönnur á samband Dagmarar, móður Lúðvíks, og Hermanns Jónassonar. Viðtal við Lúðvík verður flutt í heild sinni á Talstöðinni kl. 17 í dag. Allt og sumt Innlent Talstöðin Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Í viðtali sem flutt verður í þættinum Allt&sumt á Talstöðinni kl. 17 í dag segir Lúðvík Gizurarson frá máli sem hann hefur höfðað til að fá úr því skorið hvort Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Lúðvík fékk sem kunnugt er úr því skorið árið 2003 að Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, sem lést um mitt ár 1997, hafi ekki verið faðir hans. Lúðvík segir í viðtalinu að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu sinnar, né Hermanns sjálfs, ef marka má orð Lúðvíks. Hann segir Dagmar Lúðvíksdóttur, móður sína, og Hermann hafa átt í ástarsambandi meðan Dagmar starfaði sem ritari Hermanns á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Hermann gengdi sem kunnugt er starfi lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1929 til 1934. Lúðvík er fæddur 1932. En Dagmar Lúðvíksdóttir og Vigdís Steingrímsdóttir, eiginkona Hermanns voru náfrænkur. Lúðvík segir ennfremur í viðtalinu að móðir hans hafi að sögn ákveðið að fara austur á Neskaupstað þegar hann uppgötvaði að ást hennar og lögreglustjórans þáverandi hafi borið ávöxt, en faðir Dagmarar var útgerðarmaður eystra. Hún hafi síðar gifst Gizuri Bergsteinssyni lögmanni og hið rétta faðerni Lúðvíks hafi alltaf verið ljóst. Lúðvík segir framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, um það leyti sem móðir hans gekk með hann, hafa verið ástæðu þess að hinu rétta faðerni var ekki flaggað; það hefði gert möguleika Hermanns á því að setjast á þing fyrir Strandamenn nokkru síðar að engu og hann því viljað halda því leyndu, enda giftur annarri konu. Aðspurður um hverju sæti að hann skuli nú, nærri þrjátíu árum eftir dauða Hermanns og nær tíu árum eftir dauða móður sinnar og stjúpa, ákveðið að höfða mál til staðfestingar faðernis síns, að Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrum forsætisráðherra, hafi ásamt systur sinni Pálínu Hermannsdóttur, gert sig arflausan. Enginn vafi sé á réttu faðerni hans, hvorki í hans huga né Steingríms, sem þó afgreiðir kröfur meints bróður síns, og frænda, sem "kjaftasögur sem ekki sé byggjandi á." Gizur Bergsteinsson, stjúpi Lúðvíks, var hæstaréttardómari í nær fjörutíu ár, frá árinu 1935, þegar Hermann Jónasson skipaði hann sem dómara. Sú skipan mætti á þeim tíma harðri andstöðu enda Gizur ungur að árum. Lúðvík segir margt benda til þess að sú skipan tengist réttu faðerni sínu. Þó Hæstiréttur hafi úrskurðað að Lúðvík skuli ekki fá aðgang að hugsanlegum lífssýnum Hermanns, til að skera úr um kröfur sínar, er málinu þó ekki lokið því hann og lögmaður hans Dögg Pálsdóttir munu nú fara með mál hans fyrir héraðsdóm þar sem reynt verður að færa sönnur á samband Dagmarar, móður Lúðvíks, og Hermanns Jónassonar. Viðtal við Lúðvík verður flutt í heild sinni á Talstöðinni kl. 17 í dag.
Allt og sumt Innlent Talstöðin Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira