Segir Hermann Jónasson föður sinn 26. maí 2005 00:01 Í viðtali sem flutt verður í þættinum Allt&sumt á Talstöðinni kl. 17 í dag segir Lúðvík Gizurarson frá máli sem hann hefur höfðað til að fá úr því skorið hvort Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Lúðvík fékk sem kunnugt er úr því skorið árið 2003 að Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, sem lést um mitt ár 1997, hafi ekki verið faðir hans. Lúðvík segir í viðtalinu að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu sinnar, né Hermanns sjálfs, ef marka má orð Lúðvíks. Hann segir Dagmar Lúðvíksdóttur, móður sína, og Hermann hafa átt í ástarsambandi meðan Dagmar starfaði sem ritari Hermanns á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Hermann gengdi sem kunnugt er starfi lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1929 til 1934. Lúðvík er fæddur 1932. En Dagmar Lúðvíksdóttir og Vigdís Steingrímsdóttir, eiginkona Hermanns voru náfrænkur. Lúðvík segir ennfremur í viðtalinu að móðir hans hafi að sögn ákveðið að fara austur á Neskaupstað þegar hann uppgötvaði að ást hennar og lögreglustjórans þáverandi hafi borið ávöxt, en faðir Dagmarar var útgerðarmaður eystra. Hún hafi síðar gifst Gizuri Bergsteinssyni lögmanni og hið rétta faðerni Lúðvíks hafi alltaf verið ljóst. Lúðvík segir framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, um það leyti sem móðir hans gekk með hann, hafa verið ástæðu þess að hinu rétta faðerni var ekki flaggað; það hefði gert möguleika Hermanns á því að setjast á þing fyrir Strandamenn nokkru síðar að engu og hann því viljað halda því leyndu, enda giftur annarri konu. Aðspurður um hverju sæti að hann skuli nú, nærri þrjátíu árum eftir dauða Hermanns og nær tíu árum eftir dauða móður sinnar og stjúpa, ákveðið að höfða mál til staðfestingar faðernis síns, að Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrum forsætisráðherra, hafi ásamt systur sinni Pálínu Hermannsdóttur, gert sig arflausan. Enginn vafi sé á réttu faðerni hans, hvorki í hans huga né Steingríms, sem þó afgreiðir kröfur meints bróður síns, og frænda, sem "kjaftasögur sem ekki sé byggjandi á." Gizur Bergsteinsson, stjúpi Lúðvíks, var hæstaréttardómari í nær fjörutíu ár, frá árinu 1935, þegar Hermann Jónasson skipaði hann sem dómara. Sú skipan mætti á þeim tíma harðri andstöðu enda Gizur ungur að árum. Lúðvík segir margt benda til þess að sú skipan tengist réttu faðerni sínu. Þó Hæstiréttur hafi úrskurðað að Lúðvík skuli ekki fá aðgang að hugsanlegum lífssýnum Hermanns, til að skera úr um kröfur sínar, er málinu þó ekki lokið því hann og lögmaður hans Dögg Pálsdóttir munu nú fara með mál hans fyrir héraðsdóm þar sem reynt verður að færa sönnur á samband Dagmarar, móður Lúðvíks, og Hermanns Jónassonar. Viðtal við Lúðvík verður flutt í heild sinni á Talstöðinni kl. 17 í dag. Allt og sumt Innlent Talstöðin Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í viðtali sem flutt verður í þættinum Allt&sumt á Talstöðinni kl. 17 í dag segir Lúðvík Gizurarson frá máli sem hann hefur höfðað til að fá úr því skorið hvort Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Lúðvík fékk sem kunnugt er úr því skorið árið 2003 að Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, sem lést um mitt ár 1997, hafi ekki verið faðir hans. Lúðvík segir í viðtalinu að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu sinnar, né Hermanns sjálfs, ef marka má orð Lúðvíks. Hann segir Dagmar Lúðvíksdóttur, móður sína, og Hermann hafa átt í ástarsambandi meðan Dagmar starfaði sem ritari Hermanns á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Hermann gengdi sem kunnugt er starfi lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1929 til 1934. Lúðvík er fæddur 1932. En Dagmar Lúðvíksdóttir og Vigdís Steingrímsdóttir, eiginkona Hermanns voru náfrænkur. Lúðvík segir ennfremur í viðtalinu að móðir hans hafi að sögn ákveðið að fara austur á Neskaupstað þegar hann uppgötvaði að ást hennar og lögreglustjórans þáverandi hafi borið ávöxt, en faðir Dagmarar var útgerðarmaður eystra. Hún hafi síðar gifst Gizuri Bergsteinssyni lögmanni og hið rétta faðerni Lúðvíks hafi alltaf verið ljóst. Lúðvík segir framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, um það leyti sem móðir hans gekk með hann, hafa verið ástæðu þess að hinu rétta faðerni var ekki flaggað; það hefði gert möguleika Hermanns á því að setjast á þing fyrir Strandamenn nokkru síðar að engu og hann því viljað halda því leyndu, enda giftur annarri konu. Aðspurður um hverju sæti að hann skuli nú, nærri þrjátíu árum eftir dauða Hermanns og nær tíu árum eftir dauða móður sinnar og stjúpa, ákveðið að höfða mál til staðfestingar faðernis síns, að Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrum forsætisráðherra, hafi ásamt systur sinni Pálínu Hermannsdóttur, gert sig arflausan. Enginn vafi sé á réttu faðerni hans, hvorki í hans huga né Steingríms, sem þó afgreiðir kröfur meints bróður síns, og frænda, sem "kjaftasögur sem ekki sé byggjandi á." Gizur Bergsteinsson, stjúpi Lúðvíks, var hæstaréttardómari í nær fjörutíu ár, frá árinu 1935, þegar Hermann Jónasson skipaði hann sem dómara. Sú skipan mætti á þeim tíma harðri andstöðu enda Gizur ungur að árum. Lúðvík segir margt benda til þess að sú skipan tengist réttu faðerni sínu. Þó Hæstiréttur hafi úrskurðað að Lúðvík skuli ekki fá aðgang að hugsanlegum lífssýnum Hermanns, til að skera úr um kröfur sínar, er málinu þó ekki lokið því hann og lögmaður hans Dögg Pálsdóttir munu nú fara með mál hans fyrir héraðsdóm þar sem reynt verður að færa sönnur á samband Dagmarar, móður Lúðvíks, og Hermanns Jónassonar. Viðtal við Lúðvík verður flutt í heild sinni á Talstöðinni kl. 17 í dag.
Allt og sumt Innlent Talstöðin Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira