Tólf áfram 25. maí 2005 00:01 Tólf hópum fjárfesta hefur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt félagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöðina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboð ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Péturssonar, MP verðbréfum, og fjórum stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straumur gerir tilboð ásamt breska fjárfestingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða almennum fjárfestum bréf í Símanum að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt Íslandsbanki gerir tilboð í samvinnu við tvö bandarísk fjárfestingarfélög; Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur meðal annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal annars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingarbanka Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í forsvari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. "Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð," sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Engeyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heimildum standa á bakvið D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Áslaug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bindandi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur innan hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný innan dagsins. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einkavæðingarnefnd. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Tólf hópum fjárfesta hefur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt félagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöðina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboð ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Péturssonar, MP verðbréfum, og fjórum stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straumur gerir tilboð ásamt breska fjárfestingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða almennum fjárfestum bréf í Símanum að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt Íslandsbanki gerir tilboð í samvinnu við tvö bandarísk fjárfestingarfélög; Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur meðal annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal annars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingarbanka Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í forsvari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. "Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð," sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Engeyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heimildum standa á bakvið D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Áslaug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bindandi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur innan hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný innan dagsins. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einkavæðingarnefnd.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira