Miami - Washington á Sýn í kvöld 10. maí 2005 00:01 Annar leikur Miami Heat og Washington Wizards í undanúrslitum austurdeildarinnar í NBA verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 23:15. Þar ber að líta nokkra af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar í dag og maðurinn sem allra augu berast að í dag, Dwayne Wade, verður í eldlínunni. Fróðlegt verður að sjá hvernig lið Washington nær að bregðast við tapinu í fyrsta leik liðanna í Miami, en leikurinn í kvöld verður einnig háður þar í borg. Margir vilja meina að Wizards eigi litla sem enga möguleika í lið Miami, því eins og sást í fyrsta leiknum voru yfirburðir heimamanna gríðarlegir, þrátt fyrir að lykilmenn liðsins væru ekki að eiga sérstakan dag í sóknarleiknum. Möguleikar Washington liggja í því að keyra upp hraðann í einvíginu og freista þess að lokka Miami til að gera slíkt hið sama, því fáum liðum fer betur að leika hraðann sóknarleik en einmitt Washington. Varnarleikur Heat hefur á hinn bóginn verið mjög góður í úrslitakeppninni og ef þeir Shaquille O´Neal og Dwayne Wade verða í stuði í kvöld, er ljóst að Washington á fyrir höndum langt og erfitt kvöld. Ástæða er til að hvetja alla aðdáendur góðs körfubolta til að fylgjast með leiknum í kvöld, en fastlega má búast við glæsitilþrifum frá snillingum eins og þeim Shaquille O´Neal og Dwayne Wade hjá Miami og Gilbert Arenas og Larry Hughes hjá Washington. Sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með hinum kornunga Dwayne Wade í úrsiltakeppninni undanfarið, en þessi frábæri bakvörður er farinn að fá fólk sem saknar Michael Jordan til að taka gleði sína á ný með ótrúlegum leik sínum. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Sjá meira
Annar leikur Miami Heat og Washington Wizards í undanúrslitum austurdeildarinnar í NBA verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 23:15. Þar ber að líta nokkra af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar í dag og maðurinn sem allra augu berast að í dag, Dwayne Wade, verður í eldlínunni. Fróðlegt verður að sjá hvernig lið Washington nær að bregðast við tapinu í fyrsta leik liðanna í Miami, en leikurinn í kvöld verður einnig háður þar í borg. Margir vilja meina að Wizards eigi litla sem enga möguleika í lið Miami, því eins og sást í fyrsta leiknum voru yfirburðir heimamanna gríðarlegir, þrátt fyrir að lykilmenn liðsins væru ekki að eiga sérstakan dag í sóknarleiknum. Möguleikar Washington liggja í því að keyra upp hraðann í einvíginu og freista þess að lokka Miami til að gera slíkt hið sama, því fáum liðum fer betur að leika hraðann sóknarleik en einmitt Washington. Varnarleikur Heat hefur á hinn bóginn verið mjög góður í úrslitakeppninni og ef þeir Shaquille O´Neal og Dwayne Wade verða í stuði í kvöld, er ljóst að Washington á fyrir höndum langt og erfitt kvöld. Ástæða er til að hvetja alla aðdáendur góðs körfubolta til að fylgjast með leiknum í kvöld, en fastlega má búast við glæsitilþrifum frá snillingum eins og þeim Shaquille O´Neal og Dwayne Wade hjá Miami og Gilbert Arenas og Larry Hughes hjá Washington. Sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með hinum kornunga Dwayne Wade í úrsiltakeppninni undanfarið, en þessi frábæri bakvörður er farinn að fá fólk sem saknar Michael Jordan til að taka gleði sína á ný með ótrúlegum leik sínum.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Sjá meira