Borgin hefur styrkt Viðey 9. maí 2005 00:01 Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005. Í samningi um veitingarekstur í Viðeyjarstofu er kveðið á um skyldur beggja aðila. Í ljósi þess að um mjög sérstakan stað og sögufrægt hús er að ræða, hefur Reykjavíkurborg, sem eigandi og leigusali, tekið sér mun meiri skyldur á herðar en leigusalar gera almennt, m.a. með því að tryggja reglulegar ferjusiglingar í Viðey og veita veitingamanni ýmsa þjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við allar sínar skuldbindingar, en hins vegar hefur veitingamaðurinn ekki staðið við sínar og er í verulegum vanskilum með húsaleigu. Þegar veitingamaður óskaði eftir því að fá framlengingu á samningi til vors 2005 var honum gefið vilyrði fyrir því að því tilskyldu að skuld hans yrði greidd. Það hefur hann ekki gert það og því hefur samkomulagi við hann nú verið rift. Steinar hefur opinberlega látið að því liggja að Reykjavíkurborg hafi "leynt og ljós grafið undan rekstri í Viðey" og hann lætur einnig að því liggja að meint fækkun gesta sé borginni að kenna. Því er algerlega vísað á bug. Veitingareksturinn í Viðeyjarstofu er alfarið á höndum veitingamanns. Á undanförnum árum hafa um 70% gesta í Viðey verið gestir veitingahússins í Viðeyjarstofu og því er fækkun gesta að verulegu leyti á ábyrgð veitingamanns. Samanburður á fjölda þeirra sem heimsótt hafa Viðey í áranna rás er ekki samanburðarhæfur, þar sem gestatalning hefur ekki verið með sama hætti þau ár sem starfsemi hefur verið í Viðey á vegum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að Reykjavíkurborg hefur bætt starfið í Viðey með ýmsum hætti í því skyni að styrkja staðinn sem útivistarsvæði, m.a. með kynningu og auglýsingum á eynni fyrir ferðamenn, gerð göngustíga og merkingu minja í eynni. Sú staðreynd að enginn bauð sig fram til að reka veitingahús í Viðeyjarstofu, í útboði sem auglýst var fyrir skömmu, og erfiður rekstur veitingahúss þar undanfarin ár, er fyrst og fremst til marks um að breytingar hafa orðið í veitingahúsarekstri í Reykjavík á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur fullan hug á að Viðey verði eftirsóttur útivistar- og ferðamannastaður og hyggst efla starf þar enn frekar og meðal annars með því að bjóða siglingar úr miðborginni í eyna í sumar. Eitt af mörgu sem má skoða í Viðey í allt sumar er verk Ólafs Elíassonar, Blindi skálinn, sem verið er að setja upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Ekki er að efa að með því verki mun Viðey verða mikilvægur áfangastaður fyrir enn fleiri en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005. Í samningi um veitingarekstur í Viðeyjarstofu er kveðið á um skyldur beggja aðila. Í ljósi þess að um mjög sérstakan stað og sögufrægt hús er að ræða, hefur Reykjavíkurborg, sem eigandi og leigusali, tekið sér mun meiri skyldur á herðar en leigusalar gera almennt, m.a. með því að tryggja reglulegar ferjusiglingar í Viðey og veita veitingamanni ýmsa þjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við allar sínar skuldbindingar, en hins vegar hefur veitingamaðurinn ekki staðið við sínar og er í verulegum vanskilum með húsaleigu. Þegar veitingamaður óskaði eftir því að fá framlengingu á samningi til vors 2005 var honum gefið vilyrði fyrir því að því tilskyldu að skuld hans yrði greidd. Það hefur hann ekki gert það og því hefur samkomulagi við hann nú verið rift. Steinar hefur opinberlega látið að því liggja að Reykjavíkurborg hafi "leynt og ljós grafið undan rekstri í Viðey" og hann lætur einnig að því liggja að meint fækkun gesta sé borginni að kenna. Því er algerlega vísað á bug. Veitingareksturinn í Viðeyjarstofu er alfarið á höndum veitingamanns. Á undanförnum árum hafa um 70% gesta í Viðey verið gestir veitingahússins í Viðeyjarstofu og því er fækkun gesta að verulegu leyti á ábyrgð veitingamanns. Samanburður á fjölda þeirra sem heimsótt hafa Viðey í áranna rás er ekki samanburðarhæfur, þar sem gestatalning hefur ekki verið með sama hætti þau ár sem starfsemi hefur verið í Viðey á vegum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að Reykjavíkurborg hefur bætt starfið í Viðey með ýmsum hætti í því skyni að styrkja staðinn sem útivistarsvæði, m.a. með kynningu og auglýsingum á eynni fyrir ferðamenn, gerð göngustíga og merkingu minja í eynni. Sú staðreynd að enginn bauð sig fram til að reka veitingahús í Viðeyjarstofu, í útboði sem auglýst var fyrir skömmu, og erfiður rekstur veitingahúss þar undanfarin ár, er fyrst og fremst til marks um að breytingar hafa orðið í veitingahúsarekstri í Reykjavík á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur fullan hug á að Viðey verði eftirsóttur útivistar- og ferðamannastaður og hyggst efla starf þar enn frekar og meðal annars með því að bjóða siglingar úr miðborginni í eyna í sumar. Eitt af mörgu sem má skoða í Viðey í allt sumar er verk Ólafs Elíassonar, Blindi skálinn, sem verið er að setja upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Ekki er að efa að með því verki mun Viðey verða mikilvægur áfangastaður fyrir enn fleiri en áður.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun