Bresk tískukeðja í Kauphöllina 1. maí 2005 00:01 Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions sem er meðal annars í eigu Baugs og KB banka hyggur á hlutafjárútboð hér á landi og skráningu í Kauphöll Íslands í beinu framhaldi. Það yrði fyrsta skráning félags af erlendum uppruna hérlendis. Mosaic hyggst afla 4,8 milljarða króna í útboðinu og selja hlutina til fagfjárfesta og almennings. Hagnaður Mosaic fyrir afskriftir og fjármangsliði eða EBITDA, var 6,3 milljarðar og miðað við þá upphæð má gera ráð fyrir að félagið verði í hópi átta stærstu félaga Kauphallarinnar með markaðsvirði yfir 30 milljarða króna. Mosaic rekur 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi, en félagið hefur á undanförnum misserum verið að sækja fram á alþjóðamarkaði og rekur nú verslanir undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles víða um heim. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosaic að skrá sig hér á landi. "Við yrðum frekar stórir á markaði hér miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin." Baugur keypti Oasis ásamt stjórnendum félagsins árið 2003 og hefur félagið verið í örum vexti og ræður nú fjórum vörumerkjum. Derek segir að auk þess sem fjögur merki geti samnýtt stoðdeildir, þá felist einnig áhættudreifing í fjölda vörumerkjanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi. Hann segir tilkomu Mosaic viðurkenningu á gæðum markaðarins hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöllinni. Stefnt er að skráningu Mosaic fyrir júnílok. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions sem er meðal annars í eigu Baugs og KB banka hyggur á hlutafjárútboð hér á landi og skráningu í Kauphöll Íslands í beinu framhaldi. Það yrði fyrsta skráning félags af erlendum uppruna hérlendis. Mosaic hyggst afla 4,8 milljarða króna í útboðinu og selja hlutina til fagfjárfesta og almennings. Hagnaður Mosaic fyrir afskriftir og fjármangsliði eða EBITDA, var 6,3 milljarðar og miðað við þá upphæð má gera ráð fyrir að félagið verði í hópi átta stærstu félaga Kauphallarinnar með markaðsvirði yfir 30 milljarða króna. Mosaic rekur 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi, en félagið hefur á undanförnum misserum verið að sækja fram á alþjóðamarkaði og rekur nú verslanir undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles víða um heim. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosaic að skrá sig hér á landi. "Við yrðum frekar stórir á markaði hér miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin." Baugur keypti Oasis ásamt stjórnendum félagsins árið 2003 og hefur félagið verið í örum vexti og ræður nú fjórum vörumerkjum. Derek segir að auk þess sem fjögur merki geti samnýtt stoðdeildir, þá felist einnig áhættudreifing í fjölda vörumerkjanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi. Hann segir tilkomu Mosaic viðurkenningu á gæðum markaðarins hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöllinni. Stefnt er að skráningu Mosaic fyrir júnílok.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira