Um jarðgöng og arðsemi 29. mars 2005 00:01 Egill, Smá athugasemd vegna þeirra umræðu sem er á vefnum þínum um jarðgangnamokstur og þá skoðun að ekki sé hægt að fullyrða, að engin arðsemi sé af jarðgangnaframkvæmdum á Siglufirði. Arðsemi samgöngumannvirkja eru reiknuð á ákveðinn hátt. Útreikningar hafa mismunandi áherslur og vægi, en byggja þó allir á svipuðum viðmiðum. Í útreikningum Vegagerðarinnar er skoðaður umferðakostnaður við framkvæmd, miðað við ef engin framkvæmd færi fram. Skoðað er hvort ávinningur af lækkun eldsneytis, ferða og rekstrakostnaðar bifreiða og vega sé meiri eða minni en kostnaður við framkvæmdina á líftíma mannvirkisins. Inn í þetta dæmi reiknast síðan vextir af fjármagninu á líftíma mannvirkisins. Einnig er meira og meira tekin inn í þessa reikninga fækkun slysa og töpuð mannsár vegna tímataps farþega við ferðir með eða án framkvæmda. Að auki er meira farið að skoða áhrif félagslegra þátta í þessum útreikningum. Verður t.d. meiri umferð um svæðið með framkvæmdunum eður ei. Þessa þætti er yfirleitt erfitt að leggja mat á, en með rannsóknum á félagslegum áhrifum þegar-byggðra-mannvirkja er hægt að leggja mat á þetta. Héðinsfjarðagöngin munu ekki skila hagnaði á líftíma sínum vegna þess hve fáir einstaklingar búa á Siglufirði og hve lítil umferð mun verða um mannvirkið. Ef einungið yrði litið til arðsemi af mannvikjum á Íslandi við framkvæmdaval, yrðu allar framkvæmdir næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir um framkvæmdarröðun eru því pólitískar og ekki byggðar á arðsemi eða þörfum. Varðandi atvinnustarfsemi, þá draga byggðakjarnar að. Fyrirtæki leita uppi staðsentingar annaðhvort nálægt hráefni eða fólki (starfskrafti). Mjög ólíklegt er að atvinnustarfsemi aukist á staðnum. Ef engin atvinnustarfsemi er í vexti þar núna, er líklegt að göngin muni ekki skapa ný atvinnutækifæri á Siglufirði. Það sem mun líkast til gerast á Siglufirði er þetta: Mestöll verslunarstarfsemi mun fara undir, þar sem allir sem hafa tækifæri til munu fara í ódýrari verslanir á Akureyri, einungis örlítil smávöruverslun mun því verða eftir (sjoppa og bensínstöð). Þjónustustarfsemi, líkt og sjúkrahús, lögregla ofl. mun að öllum líkindum sameinast Ólafsfirði í framtíðinni eða hverfa til Akureyrar þar sem það mun skila miklum sparnaði. Siglfirðingar munu í ríkara mæli sækja vinnu til Akureyrar eftir að göngin opna, og munu smátt og smátt finna sér dvalarstað nær nýjum atvinnustað sínum eða flytjast til Reykjavíkur, líkt og þeir hafa gert, þar sem tækifærin eru meiri. Göng til Siglufjarðar munu líkast til gera brottflutning þaðan hraðari. Kannski Akureyringar muni kaupa þar ódýrt húsnæði sem sumarbústaði, en mun róttækari og dýrari aðgerðir þarf til að halda lífi í staðnum. Kveðja, Guðjón T. Erlendsson London Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Egill, Smá athugasemd vegna þeirra umræðu sem er á vefnum þínum um jarðgangnamokstur og þá skoðun að ekki sé hægt að fullyrða, að engin arðsemi sé af jarðgangnaframkvæmdum á Siglufirði. Arðsemi samgöngumannvirkja eru reiknuð á ákveðinn hátt. Útreikningar hafa mismunandi áherslur og vægi, en byggja þó allir á svipuðum viðmiðum. Í útreikningum Vegagerðarinnar er skoðaður umferðakostnaður við framkvæmd, miðað við ef engin framkvæmd færi fram. Skoðað er hvort ávinningur af lækkun eldsneytis, ferða og rekstrakostnaðar bifreiða og vega sé meiri eða minni en kostnaður við framkvæmdina á líftíma mannvirkisins. Inn í þetta dæmi reiknast síðan vextir af fjármagninu á líftíma mannvirkisins. Einnig er meira og meira tekin inn í þessa reikninga fækkun slysa og töpuð mannsár vegna tímataps farþega við ferðir með eða án framkvæmda. Að auki er meira farið að skoða áhrif félagslegra þátta í þessum útreikningum. Verður t.d. meiri umferð um svæðið með framkvæmdunum eður ei. Þessa þætti er yfirleitt erfitt að leggja mat á, en með rannsóknum á félagslegum áhrifum þegar-byggðra-mannvirkja er hægt að leggja mat á þetta. Héðinsfjarðagöngin munu ekki skila hagnaði á líftíma sínum vegna þess hve fáir einstaklingar búa á Siglufirði og hve lítil umferð mun verða um mannvirkið. Ef einungið yrði litið til arðsemi af mannvikjum á Íslandi við framkvæmdaval, yrðu allar framkvæmdir næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir um framkvæmdarröðun eru því pólitískar og ekki byggðar á arðsemi eða þörfum. Varðandi atvinnustarfsemi, þá draga byggðakjarnar að. Fyrirtæki leita uppi staðsentingar annaðhvort nálægt hráefni eða fólki (starfskrafti). Mjög ólíklegt er að atvinnustarfsemi aukist á staðnum. Ef engin atvinnustarfsemi er í vexti þar núna, er líklegt að göngin muni ekki skapa ný atvinnutækifæri á Siglufirði. Það sem mun líkast til gerast á Siglufirði er þetta: Mestöll verslunarstarfsemi mun fara undir, þar sem allir sem hafa tækifæri til munu fara í ódýrari verslanir á Akureyri, einungis örlítil smávöruverslun mun því verða eftir (sjoppa og bensínstöð). Þjónustustarfsemi, líkt og sjúkrahús, lögregla ofl. mun að öllum líkindum sameinast Ólafsfirði í framtíðinni eða hverfa til Akureyrar þar sem það mun skila miklum sparnaði. Siglfirðingar munu í ríkara mæli sækja vinnu til Akureyrar eftir að göngin opna, og munu smátt og smátt finna sér dvalarstað nær nýjum atvinnustað sínum eða flytjast til Reykjavíkur, líkt og þeir hafa gert, þar sem tækifærin eru meiri. Göng til Siglufjarðar munu líkast til gera brottflutning þaðan hraðari. Kannski Akureyringar muni kaupa þar ódýrt húsnæði sem sumarbústaði, en mun róttækari og dýrari aðgerðir þarf til að halda lífi í staðnum. Kveðja, Guðjón T. Erlendsson London
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun