Guðni vill rífa Steingrímsstöð 22. febrúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lýsti því yfir á Alþingi í fyrradag að hann væri hlynntur því að rífa Steingrímsstöð í Sogi. Hann lýsti þessu yfir þegar verið var að ræða þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um rannsóknir á afdrifum laxa í sjó. Í Steingrímsstöð er virkjað fall Efra-Sogsins úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Áður en virkjunin var byggð á sjötta áratugnum hrygndi urriðinn í útfalli Þingvallavatns. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði ráðherrann hvort hann væri ekki hlynntur því að fjarlægja Steingrímsstöð svo endurreisa mætti urriðastofninn. "Ég er stuðningsmaður þess," sagði Guðni. "Það væri göfugt af Landsvirkjun að gefa það til málsins í stað þess að þvælast fyrir mikilvægum framtíðarmálum sem snúa að hinni miklu tómstundaiðju Íslendinga, að rækta fisk svo hægt sé að veiða hann." Guðni sagðist telja þetta mikilvægt mál og litla fórn af hálfu Landsvirkjunar eða ríkisins að huga að þeim merkilega urriðastofni sem Þingvallavatn geymir. "Mín skoðun er því alveg klár," sagði Guðni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki viss um að það yrði urraðanum til gagns að fjarlægja stöðina. "Landsvirkjun hefur verið að vinna að því að reisa við urriðastofninn á undanförnum árum með ágætum árangri," segir Þorsteinn. "Það hefur verið gert með því að laga aðstæður við útfallið úr Þingvallavatni og hafa vatnsrennsli á efra svæðinu. Það liggur ekkert fyrir um það að það sé til bóta fyrir urriðann að fjarlægja stöðina." Þorsteinn segir að Steingrímsstöð sé 26 megavött og hún sé að skapa verðmæti fyrir tugi og örugglega hundruð milljóna króna á hverju ári. Hann hafi ekki heyrt neitt um það hvað ætti að koma staðinn ef hún yrði fjarlægð. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lýsti því yfir á Alþingi í fyrradag að hann væri hlynntur því að rífa Steingrímsstöð í Sogi. Hann lýsti þessu yfir þegar verið var að ræða þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um rannsóknir á afdrifum laxa í sjó. Í Steingrímsstöð er virkjað fall Efra-Sogsins úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Áður en virkjunin var byggð á sjötta áratugnum hrygndi urriðinn í útfalli Þingvallavatns. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði ráðherrann hvort hann væri ekki hlynntur því að fjarlægja Steingrímsstöð svo endurreisa mætti urriðastofninn. "Ég er stuðningsmaður þess," sagði Guðni. "Það væri göfugt af Landsvirkjun að gefa það til málsins í stað þess að þvælast fyrir mikilvægum framtíðarmálum sem snúa að hinni miklu tómstundaiðju Íslendinga, að rækta fisk svo hægt sé að veiða hann." Guðni sagðist telja þetta mikilvægt mál og litla fórn af hálfu Landsvirkjunar eða ríkisins að huga að þeim merkilega urriðastofni sem Þingvallavatn geymir. "Mín skoðun er því alveg klár," sagði Guðni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki viss um að það yrði urraðanum til gagns að fjarlægja stöðina. "Landsvirkjun hefur verið að vinna að því að reisa við urriðastofninn á undanförnum árum með ágætum árangri," segir Þorsteinn. "Það hefur verið gert með því að laga aðstæður við útfallið úr Þingvallavatni og hafa vatnsrennsli á efra svæðinu. Það liggur ekkert fyrir um það að það sé til bóta fyrir urriðann að fjarlægja stöðina." Þorsteinn segir að Steingrímsstöð sé 26 megavött og hún sé að skapa verðmæti fyrir tugi og örugglega hundruð milljóna króna á hverju ári. Hann hafi ekki heyrt neitt um það hvað ætti að koma staðinn ef hún yrði fjarlægð.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira