Siv undrast að vera ekki boðið 21. febrúar 2005 00:01 Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Hins vegar var oddviti framsóknarmanna á Norður- og Austurlandi, Valgerður Sverrisdóttir, heiðursgestur fundarins. Hið nýja félag Framsóknarkvennanna í Kópavogi heitir Brynja. Ein stjórnarkvenna sem var fremst í flokki í átökunum við Freyju um daginn, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, segir að þær hafi verið búnar að reyna að ná sáttum við konurnar í Freyju en án árangurs og að allt stefndi í áframhaldandi átök. Hún sagði þær hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal Freyjukvenna. Að sögn Aðalheiðar vildu þær ekki standa fyrir smölun á annan fund eða vera með einhver illindi og því hafi hið nýja félag verið stofnað. Aðspurð segist hún telja vera grundvöll fyrir tveimur kvenfélögum Framsóknarflokksins í einu bæjarfélagi, þrátt fyrir að hann sé langt í frá stærsti flokkur landsins. Aðalheiður telur þetta ekki auka á klofning í Framsóknarflokknum, né heldur á meðal framsóknarkvenna. Þó viðurkennir Aðalheiður að hvorki bæjarstjóra Kópavogs, Hansínu Ástu Björgvinsdóttur sem er framsóknarkona, né oddvita framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, hafi verið boðið á fundinn. Siv staðfesti þetta í samtali við fréttastofuna. Hins vegar var viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur boðið sem heiðursgesti á fundinn, þrátt fyrir að hún komi úr allt öðru kjördæmi. Siv kveðst eiga mjög erfitt með að túlka það; aðrir verði að túlka hvort þarna séu flokkssystur hennar að koma aftan að henni, sem og hvað varðar þátt Valgerðar Sverrisdóttur. Aðalheiður segir Valgerði hafa komið með mjög skemmtilegum hætti inn í þingflokkinn á sínum tíma og starfað ötullega með framsóknarkonum. Því hafi hún verið góður fulltrúi á fundinum. Aðspurð segir hún ekki felast nein skilaboð í þessu til Sivjar og Hansínu. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Hins vegar var oddviti framsóknarmanna á Norður- og Austurlandi, Valgerður Sverrisdóttir, heiðursgestur fundarins. Hið nýja félag Framsóknarkvennanna í Kópavogi heitir Brynja. Ein stjórnarkvenna sem var fremst í flokki í átökunum við Freyju um daginn, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, segir að þær hafi verið búnar að reyna að ná sáttum við konurnar í Freyju en án árangurs og að allt stefndi í áframhaldandi átök. Hún sagði þær hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal Freyjukvenna. Að sögn Aðalheiðar vildu þær ekki standa fyrir smölun á annan fund eða vera með einhver illindi og því hafi hið nýja félag verið stofnað. Aðspurð segist hún telja vera grundvöll fyrir tveimur kvenfélögum Framsóknarflokksins í einu bæjarfélagi, þrátt fyrir að hann sé langt í frá stærsti flokkur landsins. Aðalheiður telur þetta ekki auka á klofning í Framsóknarflokknum, né heldur á meðal framsóknarkvenna. Þó viðurkennir Aðalheiður að hvorki bæjarstjóra Kópavogs, Hansínu Ástu Björgvinsdóttur sem er framsóknarkona, né oddvita framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, hafi verið boðið á fundinn. Siv staðfesti þetta í samtali við fréttastofuna. Hins vegar var viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur boðið sem heiðursgesti á fundinn, þrátt fyrir að hún komi úr allt öðru kjördæmi. Siv kveðst eiga mjög erfitt með að túlka það; aðrir verði að túlka hvort þarna séu flokkssystur hennar að koma aftan að henni, sem og hvað varðar þátt Valgerðar Sverrisdóttur. Aðalheiður segir Valgerði hafa komið með mjög skemmtilegum hætti inn í þingflokkinn á sínum tíma og starfað ötullega með framsóknarkonum. Því hafi hún verið góður fulltrúi á fundinum. Aðspurð segir hún ekki felast nein skilaboð í þessu til Sivjar og Hansínu.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira