Lögreglustjóri átalinn harðlega 17. febrúar 2005 00:01 Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Maðurinn var kærður til lögreglu í október árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um viku vegna málsins en ákæra á hendur honum var síðan ekki gefin út fyrr en í mars 2002 eða tveimur og hálfu ári eftir að málið er tilkynnt til lögreglu. Hann var síðar sýknaður af ákærunni vorið 2002. Maðurinn krafðist bóta vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Hæstiréttur fellst ekki á það en telur hins vegar að rannsókn málsins hafi ekki verið með eðlilegum hraða og að þessi dráttur sé óhóflegur og verði ekki skýrður með manneklu hjá lögreglustjóraembættinu en lögreglustjórinn afsakaði seinaganginn með því að lögreglumaðurinn sem annaðist rannsókn málsins hafi farið til Bosníu í níu mánuði og málið því beðið á meðan. Hæstiréttur dæmir manninum hálfa milljón króna í bætur og segir drátt lögreglustjórans vera brot á friði mannsins og æru. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem dómstólar landsins snupra lögregluyfirvöld fyrir seinagang í vinnubrögðum. Í síðustu viku setti Héraðsdómur Reykjaness ofan í við sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir seinagang, sem væri brot á lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona óeðlilegur dráttur ætti sér stað af og til. Það væri óásættanlegt en til að koma í veg fyrir slíkt þyrftu sýslumannsembættin að ráða yfir nægilegum mannafla. Slíkt væri alltaf spurning um fjárveitingu til embættanna. Fréttastofa ákvað því að leita til yfirmanns sýslumanna landsins, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann vildi hins vegar ekki veita viðtal en sagði að aldrei væri hægt að komast algjörlega hjá því að svona mál kæmu upp og þetta væri rætt reglulega í ráðuneytinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær ákúrur sem dómstólar hefðu veitt sýslumönnum vegna vinnubragða sem brjóta gegn lögum og stjórnarskrá lýðveldisins. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Maðurinn var kærður til lögreglu í október árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um viku vegna málsins en ákæra á hendur honum var síðan ekki gefin út fyrr en í mars 2002 eða tveimur og hálfu ári eftir að málið er tilkynnt til lögreglu. Hann var síðar sýknaður af ákærunni vorið 2002. Maðurinn krafðist bóta vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Hæstiréttur fellst ekki á það en telur hins vegar að rannsókn málsins hafi ekki verið með eðlilegum hraða og að þessi dráttur sé óhóflegur og verði ekki skýrður með manneklu hjá lögreglustjóraembættinu en lögreglustjórinn afsakaði seinaganginn með því að lögreglumaðurinn sem annaðist rannsókn málsins hafi farið til Bosníu í níu mánuði og málið því beðið á meðan. Hæstiréttur dæmir manninum hálfa milljón króna í bætur og segir drátt lögreglustjórans vera brot á friði mannsins og æru. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem dómstólar landsins snupra lögregluyfirvöld fyrir seinagang í vinnubrögðum. Í síðustu viku setti Héraðsdómur Reykjaness ofan í við sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir seinagang, sem væri brot á lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona óeðlilegur dráttur ætti sér stað af og til. Það væri óásættanlegt en til að koma í veg fyrir slíkt þyrftu sýslumannsembættin að ráða yfir nægilegum mannafla. Slíkt væri alltaf spurning um fjárveitingu til embættanna. Fréttastofa ákvað því að leita til yfirmanns sýslumanna landsins, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann vildi hins vegar ekki veita viðtal en sagði að aldrei væri hægt að komast algjörlega hjá því að svona mál kæmu upp og þetta væri rætt reglulega í ráðuneytinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær ákúrur sem dómstólar hefðu veitt sýslumönnum vegna vinnubragða sem brjóta gegn lögum og stjórnarskrá lýðveldisins.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira