Ekki bein pólitísk afskipti 14. febrúar 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skýrt frá því að afnotagjöld Ríkisútvarpsins verði afnumin og stofnunin fjármögnuð með öðrum leiðum. Þá er í skoðun að breyta fyrirkomulagi útvarpsráðs, sem nú er skipað fulltrúum stjórnmálaflokkanna, í þá veru að stjórnmálaflokkar munu ekki lengur hafa bein afskipti af rekstri Ríkisútvarpsins. Páll Þórhallsson, fyrrum lögfræðingur í fjölmiðladeild Evrópuráðsins, hefur sagt við Fréttablaðið að staða Ríkisútvarpsins sé sú sama og tíðkist í löndum Austur-Evrópu og Evrópuráðið hefur verið að reyna að koma á betri veg. Hann sagði að tryggja þurfi sjálfstæði Ríkisútvarpsins hér á landi og koma ætti á fót sjálfstæðri stofnun sem sjái um að úthluta útvarpsleyfum og hafa eftirlit með starfsemi útvarpsstöðva. "Í þeim löndum Austur-Evrópu þar sem þetta er ekki í lagi hefur Evrópuráðið reynt að hvetja til þess að komið verði á fót fyrirkomulagi á útvarpsráði þar sem ríkisstjórnarmeirihlutinn er ekki með meirihluta. Fremur ættu frjáls félagasamtök að skipa þriðjung meðlima til að tryggja að ekki geti eitt stjórnmálaafl eða ríkisstjórnarmeirihluti ráðið ferðinni í slíku ráði," sagði Páll. Viðbrögð við ESA-rannsókn Síðstliðið vor barst íslenska ríkinu kæra frá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, varðandi innheimtu áskriftargjalda Ríkisútvarpsins. Ástæða þótti til að kanna hvort RÚV hefði rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld og fá um leið rekstrarfé af auglýsingatekjum, en einnig hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins væri varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisútvarpsins. Af því tilefni sagði Amund Utne, yfirmaður ríkisstyrkjanefndar ESA, við Fréttablaðið að ríkisstyrkir til almenningsútvarps þurfi að vera í réttu hlutfalli við kostnaðinn við að sinna skyldum almenningsútvarps. "Á Íslandi er vandamálið hins vegar það að hvorki hefur verið skilgreint hvað felst í orðinu ríkisstyrkir né hvað nákvæmlega má skilgreina sem skyldur Ríkisútvarpsins," sagði hann. Því þurfi að skilgreina hlutverk RÚV áður en komast megi að niðurstöðu um nákvæmlega í hvað megi verja ríkisstyrkjum til stofnunarinnar. Ekkert athugavert við ríkisstyrki til almenningsútvarps "Það er ekkert athugavert að ríkisstyrkir séu notaðir til að fjármagna almenningsútvarp. Það er þó alltaf vafaatriði þegar almenningsútvarp sem fjármagnað er með afnotagjöldum á einnig að keppa á auglýsingamarkaði," sagði Utne. Hann segir að meginhluti fjármögnunar RÚV sé með afnotagjöldum. "Spurningin er hins vegar sú, hvort mögulegt sé að tekjurnar af afnotagjöldunum séu notaðar í annað en það sem einungis megi skilgreina sem skyldur almenningsútvarps. Það er eitt af því sem við munum skoða," sagði Utne. Að sögn Utne er staða RÚV ekki einstök í Evrópu. ESA er einnig að skoða málefni norska ríkissjónvarpsins um þessar mundir og er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins með málefni almenningsútvarps í nokkrum Evrópulöndum í skoðun. Skilgreina þarf skyldur RÚV "Við höfum spurt íslensk yfirvöld að því hvort fjármunum til Ríkisútvarpsins sé varið í annað en það sem flokka megi sem skyldur Ríkisútvarpsins. Til þess að geta svarað því þarf að skilgreina betur skyldur RÚV," sagði Utne. "ESA hefur tileinkað sér viðmiðunarreglur fyrir ríkisútvarp sem eru sambærilegar reglum Evrópusambandsins. Í reglunum eru ákvæði um hvernig skilgreina megi ríkisstyrki til þessara stofnana. Það er svo sem í góðu lagi að veita styrki til ríkisútvarps. Það má hins vegar spyrja að því hvað eru ríkisstyrkir og hvað ekki. Eru áskriftargjöld ríkisstyrkir? Við þurfum að skera úr um það," sagði hann. Ríkisstyrkir til almenningsútvarps þurfa að vera í réttu hlutfalli við kostnaðinn við að sinna skyldum þess. Tekjur af afnotagjöldum RÚV voru rúmir tveir milljarðar á árinu 2003 og auglýsingatekjur voru um 850 milljónir. Samkvæmt viðmiðunarreglum ESA ætti kostnaður RÚV vegna skyldna vegna almenningsútvarps því að vera tveir milljarðar, en kostnaður við dagskrárgerð var alls rúmir tveir milljarðar - hið sama og kostnaður við dagskrárgerð Stöðvar 2 á sama tímabili. Fimmtán ára krafa Afnám afnotagjalda er einn liður í því að tryggja að RÚV standist viðmiðunarreglur ESA. Þá þarf samkvæmt þeim að skilgreina hlutverk stofnunarinnar, líkt og menntamálaráðherra hyggst nú gera með nýju frumvarpi um starfsemi RÚV sem lagt verður fram nú á vorþingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa sérfræðingar á sviði Evrópulaga, almannaútvarps og ríkisstyrkja ítrekað lagt það fram við yfirvöld, allt frá árinu 1991, að skilgreina þurfi skyldur RÚV, en íslensk stjórnvöld hafi verið treg til að bregðast við því þangað til nú. Viðmiðunarreglurnar gera ráð fyrir að takmarka verði þá opinberu fjármögnun sem tryggja eigi að almenningsútvarpið fái sinnt þeim skyldum sem skilgreindar hafi verið. Þá þarf að meta hversu mikil þörf er á þjónustu í almannaþágu og hve hlutfall hennar eigi að vera. Þá verði að meta hvort þjónustan feli í sér of mikil framlög frá ríkinu. Jafnframt er talið nauðsynlegt að halda aðgreindum fjárhag til verkefna sem flokkast undir skylduhlutverk RÚV og annarra verkefna. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skýrt frá því að afnotagjöld Ríkisútvarpsins verði afnumin og stofnunin fjármögnuð með öðrum leiðum. Þá er í skoðun að breyta fyrirkomulagi útvarpsráðs, sem nú er skipað fulltrúum stjórnmálaflokkanna, í þá veru að stjórnmálaflokkar munu ekki lengur hafa bein afskipti af rekstri Ríkisútvarpsins. Páll Þórhallsson, fyrrum lögfræðingur í fjölmiðladeild Evrópuráðsins, hefur sagt við Fréttablaðið að staða Ríkisútvarpsins sé sú sama og tíðkist í löndum Austur-Evrópu og Evrópuráðið hefur verið að reyna að koma á betri veg. Hann sagði að tryggja þurfi sjálfstæði Ríkisútvarpsins hér á landi og koma ætti á fót sjálfstæðri stofnun sem sjái um að úthluta útvarpsleyfum og hafa eftirlit með starfsemi útvarpsstöðva. "Í þeim löndum Austur-Evrópu þar sem þetta er ekki í lagi hefur Evrópuráðið reynt að hvetja til þess að komið verði á fót fyrirkomulagi á útvarpsráði þar sem ríkisstjórnarmeirihlutinn er ekki með meirihluta. Fremur ættu frjáls félagasamtök að skipa þriðjung meðlima til að tryggja að ekki geti eitt stjórnmálaafl eða ríkisstjórnarmeirihluti ráðið ferðinni í slíku ráði," sagði Páll. Viðbrögð við ESA-rannsókn Síðstliðið vor barst íslenska ríkinu kæra frá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, varðandi innheimtu áskriftargjalda Ríkisútvarpsins. Ástæða þótti til að kanna hvort RÚV hefði rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld og fá um leið rekstrarfé af auglýsingatekjum, en einnig hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins væri varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisútvarpsins. Af því tilefni sagði Amund Utne, yfirmaður ríkisstyrkjanefndar ESA, við Fréttablaðið að ríkisstyrkir til almenningsútvarps þurfi að vera í réttu hlutfalli við kostnaðinn við að sinna skyldum almenningsútvarps. "Á Íslandi er vandamálið hins vegar það að hvorki hefur verið skilgreint hvað felst í orðinu ríkisstyrkir né hvað nákvæmlega má skilgreina sem skyldur Ríkisútvarpsins," sagði hann. Því þurfi að skilgreina hlutverk RÚV áður en komast megi að niðurstöðu um nákvæmlega í hvað megi verja ríkisstyrkjum til stofnunarinnar. Ekkert athugavert við ríkisstyrki til almenningsútvarps "Það er ekkert athugavert að ríkisstyrkir séu notaðir til að fjármagna almenningsútvarp. Það er þó alltaf vafaatriði þegar almenningsútvarp sem fjármagnað er með afnotagjöldum á einnig að keppa á auglýsingamarkaði," sagði Utne. Hann segir að meginhluti fjármögnunar RÚV sé með afnotagjöldum. "Spurningin er hins vegar sú, hvort mögulegt sé að tekjurnar af afnotagjöldunum séu notaðar í annað en það sem einungis megi skilgreina sem skyldur almenningsútvarps. Það er eitt af því sem við munum skoða," sagði Utne. Að sögn Utne er staða RÚV ekki einstök í Evrópu. ESA er einnig að skoða málefni norska ríkissjónvarpsins um þessar mundir og er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins með málefni almenningsútvarps í nokkrum Evrópulöndum í skoðun. Skilgreina þarf skyldur RÚV "Við höfum spurt íslensk yfirvöld að því hvort fjármunum til Ríkisútvarpsins sé varið í annað en það sem flokka megi sem skyldur Ríkisútvarpsins. Til þess að geta svarað því þarf að skilgreina betur skyldur RÚV," sagði Utne. "ESA hefur tileinkað sér viðmiðunarreglur fyrir ríkisútvarp sem eru sambærilegar reglum Evrópusambandsins. Í reglunum eru ákvæði um hvernig skilgreina megi ríkisstyrki til þessara stofnana. Það er svo sem í góðu lagi að veita styrki til ríkisútvarps. Það má hins vegar spyrja að því hvað eru ríkisstyrkir og hvað ekki. Eru áskriftargjöld ríkisstyrkir? Við þurfum að skera úr um það," sagði hann. Ríkisstyrkir til almenningsútvarps þurfa að vera í réttu hlutfalli við kostnaðinn við að sinna skyldum þess. Tekjur af afnotagjöldum RÚV voru rúmir tveir milljarðar á árinu 2003 og auglýsingatekjur voru um 850 milljónir. Samkvæmt viðmiðunarreglum ESA ætti kostnaður RÚV vegna skyldna vegna almenningsútvarps því að vera tveir milljarðar, en kostnaður við dagskrárgerð var alls rúmir tveir milljarðar - hið sama og kostnaður við dagskrárgerð Stöðvar 2 á sama tímabili. Fimmtán ára krafa Afnám afnotagjalda er einn liður í því að tryggja að RÚV standist viðmiðunarreglur ESA. Þá þarf samkvæmt þeim að skilgreina hlutverk stofnunarinnar, líkt og menntamálaráðherra hyggst nú gera með nýju frumvarpi um starfsemi RÚV sem lagt verður fram nú á vorþingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa sérfræðingar á sviði Evrópulaga, almannaútvarps og ríkisstyrkja ítrekað lagt það fram við yfirvöld, allt frá árinu 1991, að skilgreina þurfi skyldur RÚV, en íslensk stjórnvöld hafi verið treg til að bregðast við því þangað til nú. Viðmiðunarreglurnar gera ráð fyrir að takmarka verði þá opinberu fjármögnun sem tryggja eigi að almenningsútvarpið fái sinnt þeim skyldum sem skilgreindar hafi verið. Þá þarf að meta hversu mikil þörf er á þjónustu í almannaþágu og hve hlutfall hennar eigi að vera. Þá verði að meta hvort þjónustan feli í sér of mikil framlög frá ríkinu. Jafnframt er talið nauðsynlegt að halda aðgreindum fjárhag til verkefna sem flokkast undir skylduhlutverk RÚV og annarra verkefna.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira