Rumsfeld reiddist vegna þotna 10. febrúar 2005 00:01 Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra. Skýrt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Bandaríkjastjórn hefði beitt íslensk stjórnvöld miklum diplómatískum þrýstingi til að tryggja stuðning Íslands við innrásina í Írak. Bandaríski sendiherrann, James Gadsden, og aðstoðarmaður hans fóru samtímis í bæði forsætis- og utanríkisráðuneytið þann 18. mars til að krefja stjórnvöld um svar. Niðurstaðan varð sú að nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu innrásarþjóða. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tengir þessa ákvarðanatöku óbeint við viðkvæma stöðu íslenska varnarsamningsins á þessum tíma og segir að það hafi hleypt illu blóði í íslensk stjórnvöld þegar Bandaríkjastjórn ákvað, aðeins rúmum mánuði síðar, að kalla orustuþoturnar heim. Það hafi verið dramatískt. Halldór segir að stjórnvöld hafi heyrt af ákvörðuninni rétt fyrir helgi og á mánudegi hafi honum tekist að ná í George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi það verið slík tilviljun að hann hafi verið að koma af fundi með Donald Rumsfeld, en það hefði Halldór ekki vitað, og verið á leiðinni til Colins Powells. Halldór segist hafa rætt málið við Robertson og hann hafi lofað að taka það upp við Powell en Halldór hafi einnig beðið hann að skila því til Powells að hann væri að reyna að ná í hann. Robertson og Powell hafi svo ákveðið að taka málið upp á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar þeirra og við það hafi Rumsfeld orðið reiður vegna þess að Robertson hafði ekki rætt málið við hann á fundi þeirra tveggja. Halldór segir að Robertson hafi oft hlegið að þessu og sagt að það væri undarlegt hversu ótrúlegt upplýsinganet Íslendingar hefðu því Halldór hefði náð í hann akkúrat á réttu augnabliki. Halldór segir enn fremur að á þriðjudeginum hafi Colin Powell hringt í sig og sagt að málinu hefði verið frestað en það væri ekki horfið af borðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra. Skýrt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Bandaríkjastjórn hefði beitt íslensk stjórnvöld miklum diplómatískum þrýstingi til að tryggja stuðning Íslands við innrásina í Írak. Bandaríski sendiherrann, James Gadsden, og aðstoðarmaður hans fóru samtímis í bæði forsætis- og utanríkisráðuneytið þann 18. mars til að krefja stjórnvöld um svar. Niðurstaðan varð sú að nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu innrásarþjóða. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tengir þessa ákvarðanatöku óbeint við viðkvæma stöðu íslenska varnarsamningsins á þessum tíma og segir að það hafi hleypt illu blóði í íslensk stjórnvöld þegar Bandaríkjastjórn ákvað, aðeins rúmum mánuði síðar, að kalla orustuþoturnar heim. Það hafi verið dramatískt. Halldór segir að stjórnvöld hafi heyrt af ákvörðuninni rétt fyrir helgi og á mánudegi hafi honum tekist að ná í George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi það verið slík tilviljun að hann hafi verið að koma af fundi með Donald Rumsfeld, en það hefði Halldór ekki vitað, og verið á leiðinni til Colins Powells. Halldór segist hafa rætt málið við Robertson og hann hafi lofað að taka það upp við Powell en Halldór hafi einnig beðið hann að skila því til Powells að hann væri að reyna að ná í hann. Robertson og Powell hafi svo ákveðið að taka málið upp á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar þeirra og við það hafi Rumsfeld orðið reiður vegna þess að Robertson hafði ekki rætt málið við hann á fundi þeirra tveggja. Halldór segir að Robertson hafi oft hlegið að þessu og sagt að það væri undarlegt hversu ótrúlegt upplýsinganet Íslendingar hefðu því Halldór hefði náð í hann akkúrat á réttu augnabliki. Halldór segir enn fremur að á þriðjudeginum hafi Colin Powell hringt í sig og sagt að málinu hefði verið frestað en það væri ekki horfið af borðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira