Þrír íslenskir hermenn í Írak 8. febrúar 2005 00:01 Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag var fjallað um Steinunni Kjartansdóttur sem er liðþjálfi í bandaríska hernum í Írak. En hún er ekki eini Íslendingurinn sem gegnir hermennsku þessa dagana í Írak. Kristófer Kevin Turner, átján ára gamall, er í breska hernum og hefur síðastliðna þrjá mánuði verið í Basra. Hann er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann bjó þar til fyrir tveimur árum að hann ákvað að gerast hermaður. Hann starfar nú við birgðaflutninga. Foreldrar hans, hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Dean Turner, búa í Vogunum. Dean er frá Bretlandi en starfar hjá Bros-auglýsingavörum í Reykjavík. Hann segist í fyrstu hafa lagst eindregið gegn því að sonur sinn gerðist hermaður en sættir sig nú við orðinn hlut og kveðst standa með honum. Dean segir Kristófer ánægðan með hættuförina en í síðasta mánuði var hann í mikilli hættu þegar eldflaug lenti fyrir utan svefnskála hans en slapp ómeiddur. Kristófer á eftir þrjá mánuði af dvöl sinni og vonast foreldrar hans til að sá tími líði sem fyrst. Stöð 2 hefur upplýsingar um fleiri Íslendinga í Írak. Tvítugur sonur Örnu Báru Arnarsdóttur, Sesar Arnar Sanches, en faður hans er bandarískur, er landgönguliði og staðsettur mitt á milli Falluja og Bagdad. Þá er Daníel Haraldsson, 25 ára hálfur Dani og hálfur Íslendingur, á leið til Íraks á vegum danska hersins þann 17. febrúar næstkomandi. Daníel er í herlögreglunni og hefur verið í Kósóvó að undanförnu. Að jafnaði er hann staðsettur í herstöðinni Hvorup í Álaborg. Annar Íslendingur í danska hernum var í Írak frá október 2003 til febrúar 2004. Hann er sem stendur í liðþjálfaskóla en vill ekki láta nafns síns getið. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag var fjallað um Steinunni Kjartansdóttur sem er liðþjálfi í bandaríska hernum í Írak. En hún er ekki eini Íslendingurinn sem gegnir hermennsku þessa dagana í Írak. Kristófer Kevin Turner, átján ára gamall, er í breska hernum og hefur síðastliðna þrjá mánuði verið í Basra. Hann er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann bjó þar til fyrir tveimur árum að hann ákvað að gerast hermaður. Hann starfar nú við birgðaflutninga. Foreldrar hans, hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Dean Turner, búa í Vogunum. Dean er frá Bretlandi en starfar hjá Bros-auglýsingavörum í Reykjavík. Hann segist í fyrstu hafa lagst eindregið gegn því að sonur sinn gerðist hermaður en sættir sig nú við orðinn hlut og kveðst standa með honum. Dean segir Kristófer ánægðan með hættuförina en í síðasta mánuði var hann í mikilli hættu þegar eldflaug lenti fyrir utan svefnskála hans en slapp ómeiddur. Kristófer á eftir þrjá mánuði af dvöl sinni og vonast foreldrar hans til að sá tími líði sem fyrst. Stöð 2 hefur upplýsingar um fleiri Íslendinga í Írak. Tvítugur sonur Örnu Báru Arnarsdóttur, Sesar Arnar Sanches, en faður hans er bandarískur, er landgönguliði og staðsettur mitt á milli Falluja og Bagdad. Þá er Daníel Haraldsson, 25 ára hálfur Dani og hálfur Íslendingur, á leið til Íraks á vegum danska hersins þann 17. febrúar næstkomandi. Daníel er í herlögreglunni og hefur verið í Kósóvó að undanförnu. Að jafnaði er hann staðsettur í herstöðinni Hvorup í Álaborg. Annar Íslendingur í danska hernum var í Írak frá október 2003 til febrúar 2004. Hann er sem stendur í liðþjálfaskóla en vill ekki láta nafns síns getið.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira