Þrír íslenskir hermenn í Írak 8. febrúar 2005 00:01 Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag var fjallað um Steinunni Kjartansdóttur sem er liðþjálfi í bandaríska hernum í Írak. En hún er ekki eini Íslendingurinn sem gegnir hermennsku þessa dagana í Írak. Kristófer Kevin Turner, átján ára gamall, er í breska hernum og hefur síðastliðna þrjá mánuði verið í Basra. Hann er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann bjó þar til fyrir tveimur árum að hann ákvað að gerast hermaður. Hann starfar nú við birgðaflutninga. Foreldrar hans, hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Dean Turner, búa í Vogunum. Dean er frá Bretlandi en starfar hjá Bros-auglýsingavörum í Reykjavík. Hann segist í fyrstu hafa lagst eindregið gegn því að sonur sinn gerðist hermaður en sættir sig nú við orðinn hlut og kveðst standa með honum. Dean segir Kristófer ánægðan með hættuförina en í síðasta mánuði var hann í mikilli hættu þegar eldflaug lenti fyrir utan svefnskála hans en slapp ómeiddur. Kristófer á eftir þrjá mánuði af dvöl sinni og vonast foreldrar hans til að sá tími líði sem fyrst. Stöð 2 hefur upplýsingar um fleiri Íslendinga í Írak. Tvítugur sonur Örnu Báru Arnarsdóttur, Sesar Arnar Sanches, en faður hans er bandarískur, er landgönguliði og staðsettur mitt á milli Falluja og Bagdad. Þá er Daníel Haraldsson, 25 ára hálfur Dani og hálfur Íslendingur, á leið til Íraks á vegum danska hersins þann 17. febrúar næstkomandi. Daníel er í herlögreglunni og hefur verið í Kósóvó að undanförnu. Að jafnaði er hann staðsettur í herstöðinni Hvorup í Álaborg. Annar Íslendingur í danska hernum var í Írak frá október 2003 til febrúar 2004. Hann er sem stendur í liðþjálfaskóla en vill ekki láta nafns síns getið. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag var fjallað um Steinunni Kjartansdóttur sem er liðþjálfi í bandaríska hernum í Írak. En hún er ekki eini Íslendingurinn sem gegnir hermennsku þessa dagana í Írak. Kristófer Kevin Turner, átján ára gamall, er í breska hernum og hefur síðastliðna þrjá mánuði verið í Basra. Hann er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann bjó þar til fyrir tveimur árum að hann ákvað að gerast hermaður. Hann starfar nú við birgðaflutninga. Foreldrar hans, hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Dean Turner, búa í Vogunum. Dean er frá Bretlandi en starfar hjá Bros-auglýsingavörum í Reykjavík. Hann segist í fyrstu hafa lagst eindregið gegn því að sonur sinn gerðist hermaður en sættir sig nú við orðinn hlut og kveðst standa með honum. Dean segir Kristófer ánægðan með hættuförina en í síðasta mánuði var hann í mikilli hættu þegar eldflaug lenti fyrir utan svefnskála hans en slapp ómeiddur. Kristófer á eftir þrjá mánuði af dvöl sinni og vonast foreldrar hans til að sá tími líði sem fyrst. Stöð 2 hefur upplýsingar um fleiri Íslendinga í Írak. Tvítugur sonur Örnu Báru Arnarsdóttur, Sesar Arnar Sanches, en faður hans er bandarískur, er landgönguliði og staðsettur mitt á milli Falluja og Bagdad. Þá er Daníel Haraldsson, 25 ára hálfur Dani og hálfur Íslendingur, á leið til Íraks á vegum danska hersins þann 17. febrúar næstkomandi. Daníel er í herlögreglunni og hefur verið í Kósóvó að undanförnu. Að jafnaði er hann staðsettur í herstöðinni Hvorup í Álaborg. Annar Íslendingur í danska hernum var í Írak frá október 2003 til febrúar 2004. Hann er sem stendur í liðþjálfaskóla en vill ekki láta nafns síns getið.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira