Sjálfstæðisflokkurinn í lægð 13. október 2005 15:31 Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 33,5 prósent að meðaltali úr síðustu ellefu skoðanakönnunum Fréttablaðsins sem ná frá ágúst mánuði árið 2003 til 1. febrúar síðastliðins. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 33,7 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum. Það er þriðja lakasata útkoma flokksins frá upphafi. "Ef Sjálfstæðisflokkurinn er að festa sig í þessu fylgi þá er það mjög lítið fyrir flokkinn," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Flokkar eru samt ekkert mjög fastir í ákveðnu fylgi núna. Það eru meiri sveiflur en tíðkast hefur." Gunnar Helgi segir að fylgi sjálfstæðisflokksins undanfarið sé sérstaklega lítið þegar horft sé til þess að það hafi löngum loðað við flokkinn að mælast með meira fylgi í skoðanakönnunum en hann fær síðan í kosningum. Hann segir að ef til vill sé ástæða fyrir sjálfstæðismenn að hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni og eflaust hafi þeir áhyggjur af þeirri lægð sem flokkurinn sé í. Sú staðreynd að Samfylkingin sé ítrekað að mælast með svipað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn séu slæmar fréttir fyrir sjálfstæðismenn. Gunnar Helgi segir að eflaust séu nokkrar ástæður fyrir því að flokkurinn sé að mælast með að jafnaði um 33,5 prósent fylgi í skoðanakönnunum. Fjölmiðlafrumvarpið hafi verið flokknum erfitt síðan sé flokkurinn búinn að vera samfleygt í ríkisstjórn síðan árið 1991. "Þegar flokkur er búinn að vera svona lengi í ríkisstjórn þá segir það sig sjálft að það er erfitt að vera aðlaðandi og spennandi kostur í augum kjósenda. Flokkurinn hefur líka átt erfitt með að höfða til kvenna undanfarin ár og það hlýtur að valda forystumönnum hans áhyggjum." Gunnar Helgi segist ekki telja að Íraksmálið hafi mikil áhrif á fylgi flokksins. Rík tilhneiging sé til þess að utanríkismál hafi ekki mikil áhrif í innanlandsstjórnmálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 33,5 prósent að meðaltali úr síðustu ellefu skoðanakönnunum Fréttablaðsins sem ná frá ágúst mánuði árið 2003 til 1. febrúar síðastliðins. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 33,7 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum. Það er þriðja lakasata útkoma flokksins frá upphafi. "Ef Sjálfstæðisflokkurinn er að festa sig í þessu fylgi þá er það mjög lítið fyrir flokkinn," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Flokkar eru samt ekkert mjög fastir í ákveðnu fylgi núna. Það eru meiri sveiflur en tíðkast hefur." Gunnar Helgi segir að fylgi sjálfstæðisflokksins undanfarið sé sérstaklega lítið þegar horft sé til þess að það hafi löngum loðað við flokkinn að mælast með meira fylgi í skoðanakönnunum en hann fær síðan í kosningum. Hann segir að ef til vill sé ástæða fyrir sjálfstæðismenn að hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni og eflaust hafi þeir áhyggjur af þeirri lægð sem flokkurinn sé í. Sú staðreynd að Samfylkingin sé ítrekað að mælast með svipað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn séu slæmar fréttir fyrir sjálfstæðismenn. Gunnar Helgi segir að eflaust séu nokkrar ástæður fyrir því að flokkurinn sé að mælast með að jafnaði um 33,5 prósent fylgi í skoðanakönnunum. Fjölmiðlafrumvarpið hafi verið flokknum erfitt síðan sé flokkurinn búinn að vera samfleygt í ríkisstjórn síðan árið 1991. "Þegar flokkur er búinn að vera svona lengi í ríkisstjórn þá segir það sig sjálft að það er erfitt að vera aðlaðandi og spennandi kostur í augum kjósenda. Flokkurinn hefur líka átt erfitt með að höfða til kvenna undanfarin ár og það hlýtur að valda forystumönnum hans áhyggjum." Gunnar Helgi segist ekki telja að Íraksmálið hafi mikil áhrif á fylgi flokksins. Rík tilhneiging sé til þess að utanríkismál hafi ekki mikil áhrif í innanlandsstjórnmálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira