Hátt í 200 nýskráningar í Framsókn 3. febrúar 2005 00:01 Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar. Ólga hefur verið í framsóknarfélögum undanfarið. Þar bítast menn um sæti á komandi flokksþingi, þinginu þar sem kosið verður í æðstu embætti flokksins. Karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sem miði að því að styrkja stöðu bræðranna Páls og Árna Magnússona. Átökin eru talin vísbending um það að ekki verði sjálfkjörið í æðstu embætti flokksins á flokksþinginu. Jafnvel gæti Halldór mögulega hugsað sér að víkja úr formannsstólnum fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum. Halldór er nú í fríi erlendis en Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður hans, segir Halldór ekki vera á leiðinni úr stjórnmálum. Hann sé tiltölulega nýorðinn forsætisráðherra og ekki sé annað í spilunum en hann gefi áfram kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins. Útilokað verður að teljast að Árni fari beint gegn Halldóri og fullyrt er að hann hafi ekki í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni. Ritaraembættinu gegnir nú Siv Friðleifsdóttir. Björn Ingi hvetur framsóknarmenn til að slíðra sverðin. Hann segir ýmislegt segja sér að komandi flokksþing muni einkennast af sættum og menn muni þar reyna að leggja niður deilur innan einstakra félaga. Björn segir reyndar ekkert óeðlilegt að tekist sé á um persónur þegar kemur að aðalfundum. Beðið er með eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld. Á fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi á að kjósa í stjórn og velja 21 fulltrúa á flokksþingið. Í dag nánast tvöfaldaðist fjöldi félaga þess félags því á annað hundrað manns skráði sig. Búsit er við miklum átakafundi. Hins vegar á að velja á sjötta tug fulltrúa á fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður í kvöld. Hverjir verða valdir gæti haft nokkur áhrif á þróun mála á næstunni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar. Ólga hefur verið í framsóknarfélögum undanfarið. Þar bítast menn um sæti á komandi flokksþingi, þinginu þar sem kosið verður í æðstu embætti flokksins. Karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sem miði að því að styrkja stöðu bræðranna Páls og Árna Magnússona. Átökin eru talin vísbending um það að ekki verði sjálfkjörið í æðstu embætti flokksins á flokksþinginu. Jafnvel gæti Halldór mögulega hugsað sér að víkja úr formannsstólnum fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum. Halldór er nú í fríi erlendis en Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður hans, segir Halldór ekki vera á leiðinni úr stjórnmálum. Hann sé tiltölulega nýorðinn forsætisráðherra og ekki sé annað í spilunum en hann gefi áfram kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins. Útilokað verður að teljast að Árni fari beint gegn Halldóri og fullyrt er að hann hafi ekki í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni. Ritaraembættinu gegnir nú Siv Friðleifsdóttir. Björn Ingi hvetur framsóknarmenn til að slíðra sverðin. Hann segir ýmislegt segja sér að komandi flokksþing muni einkennast af sættum og menn muni þar reyna að leggja niður deilur innan einstakra félaga. Björn segir reyndar ekkert óeðlilegt að tekist sé á um persónur þegar kemur að aðalfundum. Beðið er með eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld. Á fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi á að kjósa í stjórn og velja 21 fulltrúa á flokksþingið. Í dag nánast tvöfaldaðist fjöldi félaga þess félags því á annað hundrað manns skráði sig. Búsit er við miklum átakafundi. Hins vegar á að velja á sjötta tug fulltrúa á fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður í kvöld. Hverjir verða valdir gæti haft nokkur áhrif á þróun mála á næstunni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira