Fegurðardrottning í forstjórastól 1. febrúar 2005 00:01 Í dag tekur formlega gildi skipun Hildar Dungal sem forstjóri Útlendingastofnunar. "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir hún og bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun. "Þess vegna þekkir maður ágætlega innviði stofnunarinnar, málaflokkinn og hefur átt nokkurn þátt í að móta hann að einhverju leyti." Hildur hóf störf hjá stofnuninni í apríl árið 2003 sem almennur lögfræðingur, en tók við stjórn stjórnsýslusviðs í ársbyrjun í fyrra. Hún var svo gerð að staðgengli forstjóra síðasta haust og settur forstjóri fyrir mánuði síðan þegar Georg Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hildur segir ekki stórfelldra breytinga að vænta vegna þessa hjá stofnuninni, enda sé henni sniðið bæði hlutverk og stefna í lögum og áherslum stjórnvalda hverju sinni. "En auðvitað er maður kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig koma á fram við viðskiptavini og hvernig efla má umræðuna um útlendingamál þannig að okkar sjónarmið fái betri kynningu og þær reglur sem við miðum við og höfum að leiðarljósi í okkar ákvörðunum," segir hún og telur að þannig megi auka skilning almennings á eðli Útlendingastofnunar. "Þetta er nú kannski það sem maður sér fyrir sér að leggja áherslu á, svona til að byrja með." Hildur bendir á að stofnunin geti lítið tjáð sig um mál sem þar eru til umfjöllunar vegna þess að þau snerti persónuleg mál fólks. "En við gætum hins vegar reynt að efla umræðuna almennt þannig að fólk skilji betur á hvaða forsendum við tökum okkar ákvarðanir. Svo liggja auðvitað fyrir verkefni, eins og eitt það stærsta sem við eigum eftir að takast á við á þessu ári, sem er breytingin á vegabréfunum með lífkennum." Áður en Hildur hóf störf hjá Útlendingastofnun starfaði hún sem deildarstjóri á innheimtu- og lögfræðideild á tollheimtusviði Tollstjórans í Reykjavík. "Segja má að málin þar hafi ekki verið ósvipuð og hér, því ég vann við lögfræðileg málefni og svo upplýsingagjöf um tollamál, bæði til almennings, sýslumanna og annað." Þá hefur Hildur víðtæka reynslu af öðrum störfum, en hún hefur meðal annars starfað bæði sem fyrirsæta og flugfreyja. Þá tók hún fyrir tvítugt þátt í fegurðarsamkeppnum, varð árið 1989 í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands og keppti árið eftir fyrir hönd landsins í keppninni um Ungfrú alheim. "Ég veit nú samt ekki hverju sú reynsla skilaði," segir hún og hlær. "Auðvitað nýtist öll svona lífsreynsla á einhvern hátt, en ég var náttúrlega bara 17 ára. Maður hins vegar lærir að koma fram og þannig eykur þetta bæði sjálfstraust og sjálfstæði." Hildur segir hins vegar flugfreyjustörfin hafa nýst vel, en þau vann hún með skóla á sumrin. "Það var rosalega góð reynsla í mannlegum samskiptum. Ef upp koma vandamál þá verður bara að leysa úr þeim því ekki verður þeim vísað annað í lokuðu rými í háloftunum." Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Í dag tekur formlega gildi skipun Hildar Dungal sem forstjóri Útlendingastofnunar. "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir hún og bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun. "Þess vegna þekkir maður ágætlega innviði stofnunarinnar, málaflokkinn og hefur átt nokkurn þátt í að móta hann að einhverju leyti." Hildur hóf störf hjá stofnuninni í apríl árið 2003 sem almennur lögfræðingur, en tók við stjórn stjórnsýslusviðs í ársbyrjun í fyrra. Hún var svo gerð að staðgengli forstjóra síðasta haust og settur forstjóri fyrir mánuði síðan þegar Georg Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hildur segir ekki stórfelldra breytinga að vænta vegna þessa hjá stofnuninni, enda sé henni sniðið bæði hlutverk og stefna í lögum og áherslum stjórnvalda hverju sinni. "En auðvitað er maður kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig koma á fram við viðskiptavini og hvernig efla má umræðuna um útlendingamál þannig að okkar sjónarmið fái betri kynningu og þær reglur sem við miðum við og höfum að leiðarljósi í okkar ákvörðunum," segir hún og telur að þannig megi auka skilning almennings á eðli Útlendingastofnunar. "Þetta er nú kannski það sem maður sér fyrir sér að leggja áherslu á, svona til að byrja með." Hildur bendir á að stofnunin geti lítið tjáð sig um mál sem þar eru til umfjöllunar vegna þess að þau snerti persónuleg mál fólks. "En við gætum hins vegar reynt að efla umræðuna almennt þannig að fólk skilji betur á hvaða forsendum við tökum okkar ákvarðanir. Svo liggja auðvitað fyrir verkefni, eins og eitt það stærsta sem við eigum eftir að takast á við á þessu ári, sem er breytingin á vegabréfunum með lífkennum." Áður en Hildur hóf störf hjá Útlendingastofnun starfaði hún sem deildarstjóri á innheimtu- og lögfræðideild á tollheimtusviði Tollstjórans í Reykjavík. "Segja má að málin þar hafi ekki verið ósvipuð og hér, því ég vann við lögfræðileg málefni og svo upplýsingagjöf um tollamál, bæði til almennings, sýslumanna og annað." Þá hefur Hildur víðtæka reynslu af öðrum störfum, en hún hefur meðal annars starfað bæði sem fyrirsæta og flugfreyja. Þá tók hún fyrir tvítugt þátt í fegurðarsamkeppnum, varð árið 1989 í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands og keppti árið eftir fyrir hönd landsins í keppninni um Ungfrú alheim. "Ég veit nú samt ekki hverju sú reynsla skilaði," segir hún og hlær. "Auðvitað nýtist öll svona lífsreynsla á einhvern hátt, en ég var náttúrlega bara 17 ára. Maður hins vegar lærir að koma fram og þannig eykur þetta bæði sjálfstraust og sjálfstæði." Hildur segir hins vegar flugfreyjustörfin hafa nýst vel, en þau vann hún með skóla á sumrin. "Það var rosalega góð reynsla í mannlegum samskiptum. Ef upp koma vandamál þá verður bara að leysa úr þeim því ekki verður þeim vísað annað í lokuðu rými í háloftunum."
Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira