Hörð valdabarátta innan Framsóknar 28. janúar 2005 00:01 Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins. Félagið Freyja í Kópavogi er elsta kvenfélag Framsóknarflokksins og það félag sem stutt hefur hvað ötullegast við Siv Friðleifsdóttur. Siv skrifar um aðalfund Freyju á heimasíðu sinni og segir hann hafa verið afar merkilegan fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félagið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, hafði komið með á flokksskrifstofuna sama dag og aðalfundur var haldinn. Þá sér Siv ástæðu til að tiltaka sérstaklega að auk Aðalheiðar hafi eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og bróðir Páls mætt á fundinn. Lögmæti fundarins var dregið í efa en þó var kosið í stjórn. Tvær voru felldar úr stjórn, önnur þeirra er Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar. Innan Framsóknarflokksins heyrast þær raddir að það að Aðalheiður, eiginkona Páls og svilkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, komist í stjórn sé einmitt liður í valdatafli sem miði að því að koma þeim bræðrum fram fyrir Siv á næsta flokksþingi. Aðalheiður segir það alls ekki vera rétt og segir að með því að halda því fram sé verið að tala niður til kvenna. Konurnar hafi gengið til liðs við félagið til að styðja Sigurbjörgu Vilmundardóttur til stjórnarsetu. Á fundinum dró Sigurbjörg framboð sitt til baka en þó má ljóst vera að einhver verða eftirmálin. Laganefnd Framsóknarflokksins fær málið inn á sitt borð og mun þá væntanlega kanna lögmæti þeirrar smölunar sem fram fór fyrir aðalfundinn. Aðalheiður segir að svona komi konur inn í stjórnmál, þ.e. þegar þær eru hvattar til að taka þátt, og það sé grátlegt að sjá Siv bregðast við með þessum hætti. Siv vildi ekki ræða aðalfund Freyjunnar við fréttastofuna í dag. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins. Félagið Freyja í Kópavogi er elsta kvenfélag Framsóknarflokksins og það félag sem stutt hefur hvað ötullegast við Siv Friðleifsdóttur. Siv skrifar um aðalfund Freyju á heimasíðu sinni og segir hann hafa verið afar merkilegan fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félagið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, hafði komið með á flokksskrifstofuna sama dag og aðalfundur var haldinn. Þá sér Siv ástæðu til að tiltaka sérstaklega að auk Aðalheiðar hafi eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og bróðir Páls mætt á fundinn. Lögmæti fundarins var dregið í efa en þó var kosið í stjórn. Tvær voru felldar úr stjórn, önnur þeirra er Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar. Innan Framsóknarflokksins heyrast þær raddir að það að Aðalheiður, eiginkona Páls og svilkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, komist í stjórn sé einmitt liður í valdatafli sem miði að því að koma þeim bræðrum fram fyrir Siv á næsta flokksþingi. Aðalheiður segir það alls ekki vera rétt og segir að með því að halda því fram sé verið að tala niður til kvenna. Konurnar hafi gengið til liðs við félagið til að styðja Sigurbjörgu Vilmundardóttur til stjórnarsetu. Á fundinum dró Sigurbjörg framboð sitt til baka en þó má ljóst vera að einhver verða eftirmálin. Laganefnd Framsóknarflokksins fær málið inn á sitt borð og mun þá væntanlega kanna lögmæti þeirrar smölunar sem fram fór fyrir aðalfundinn. Aðalheiður segir að svona komi konur inn í stjórnmál, þ.e. þegar þær eru hvattar til að taka þátt, og það sé grátlegt að sjá Siv bregðast við með þessum hætti. Siv vildi ekki ræða aðalfund Freyjunnar við fréttastofuna í dag.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira