Ógnað með símtali og SMS-skeytum 21. janúar 2005 00:01 Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin. Aðalmeðferð í máli mannsins gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis í tengslum við komu Kínaforseta sumarið 2002 hófst í gær. Einn lögreglumannanna sem handtók hann er sakaður um að hafa hótað honum í gegnum síma nokkrum dögum eftir handtökuna og sent honum ógnandi SMS-skilaboð. Sá mætti ekki fyrir dómi í gær þrátt fyrir að hafa borist stefnan. Hann mætti í dag og gaf þá þær skýringar að stefnan hefði týnst og gleymst vegna fæðingarhríða konu sinnar. Lögmaður hins handtekna pilts sýndi fram á í dómi í dag að hringt hefði verið í piltinn nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn úr síma lögregluþjónsins. Enn fremur voru honum send þrjú ógnandi SMS-skilaboð úr síma lögreglumannsins sama dag: Þau hljóðuðu svo: „Nákvæmlega tetta syndi hvernig maður þú ert. Lygari. Tér var kynntur réttur þinn, en tetta er bara eitthvað sem tú verður að eiga við þína samvisku sem er greinilega ekki hrein því annars ættir þú að geta talað við mig eins og maður. Ekki satt?“ Lögreglumaðurinn þverneitaði að hafa hringt eða sent piltinum SMS-skilaboðin. Hann sagðist enn fremur ekkert vita hver hefði gert það. Lögmaður piltsins var svo vantrúaður á framburð lögreglumannsins að hann lét dómara ítrekað áminna hann um sannsögli og mótmælti að endingu framburði hans sem röngum. Lögmaður ríkisins ákvað að spyrja lögreglumanninn einskis. Málið var lagt í dóm í dag en pilturinn fer fram á 500.000 króna skaðabætur. Hann tjáði fréttamanni að ef hann ynni málið myndi hann láta féð renna til góðgerðamála. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin. Aðalmeðferð í máli mannsins gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis í tengslum við komu Kínaforseta sumarið 2002 hófst í gær. Einn lögreglumannanna sem handtók hann er sakaður um að hafa hótað honum í gegnum síma nokkrum dögum eftir handtökuna og sent honum ógnandi SMS-skilaboð. Sá mætti ekki fyrir dómi í gær þrátt fyrir að hafa borist stefnan. Hann mætti í dag og gaf þá þær skýringar að stefnan hefði týnst og gleymst vegna fæðingarhríða konu sinnar. Lögmaður hins handtekna pilts sýndi fram á í dómi í dag að hringt hefði verið í piltinn nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn úr síma lögregluþjónsins. Enn fremur voru honum send þrjú ógnandi SMS-skilaboð úr síma lögreglumannsins sama dag: Þau hljóðuðu svo: „Nákvæmlega tetta syndi hvernig maður þú ert. Lygari. Tér var kynntur réttur þinn, en tetta er bara eitthvað sem tú verður að eiga við þína samvisku sem er greinilega ekki hrein því annars ættir þú að geta talað við mig eins og maður. Ekki satt?“ Lögreglumaðurinn þverneitaði að hafa hringt eða sent piltinum SMS-skilaboðin. Hann sagðist enn fremur ekkert vita hver hefði gert það. Lögmaður piltsins var svo vantrúaður á framburð lögreglumannsins að hann lét dómara ítrekað áminna hann um sannsögli og mótmælti að endingu framburði hans sem röngum. Lögmaður ríkisins ákvað að spyrja lögreglumanninn einskis. Málið var lagt í dóm í dag en pilturinn fer fram á 500.000 króna skaðabætur. Hann tjáði fréttamanni að ef hann ynni málið myndi hann láta féð renna til góðgerðamála.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira