Í fullu starfi og á eftirlaunum 14. janúar 2005 00:01 Sjö fyrrverandi ráðherrar fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, sem voru samþykkt á Alþingi í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Lögin voru umdeild og taldi forysta Alþýðusambandsins að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Meðal annars var kveðið á um það í lögunum að ráðherrar ættu rétt á eftirlaunum létu þeir af störfum við sextíu ára aldur og aldursmarkið lækkaði hefði þeir starfað sem ráðherrar í sex ár eða lengur. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Alls eru 27 fyrrverandi ráðherrar á eftirlaunum og á þessu ári námu greiðslur til þeirra fyrir ráðherra- þingstörf rúmum 110 milljónum króna. Eftirlaun fyrrverandi alþingismanna voru á sama tíma rúmar 235 milljónir, þar á meðal eru greiðslur til ráðherra fyrir þingmennsku. Mikill titringur var á Alþingi áður en eftirlaunafrumvarpið var samþykkt en meðflutningsmenn að því komu úr öllum stjórnmálaflokkum. Vegna gríðarlega harðra viðbragða hófst atburðarrás sem endaði með því að Vinstri-grænir, Samfylkingin og Frjálslyndiflokkurinn ákváðu að draga stuðning sinn við frumvarpið tilbaka. Verkalýðshreyfingin mótmælti lögunum kröftuglega og skipulagði fjölmenn mótmæli á Austurvelli. Frumvarpið var samþykkt af 29 þingmönnum stjórnarflokkanna, auk þess sem Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni og meðflutningsmaður frumvarpsins, studdi það og var þar með eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem það gerði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sjö fyrrverandi ráðherrar fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, sem voru samþykkt á Alþingi í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Lögin voru umdeild og taldi forysta Alþýðusambandsins að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Meðal annars var kveðið á um það í lögunum að ráðherrar ættu rétt á eftirlaunum létu þeir af störfum við sextíu ára aldur og aldursmarkið lækkaði hefði þeir starfað sem ráðherrar í sex ár eða lengur. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Alls eru 27 fyrrverandi ráðherrar á eftirlaunum og á þessu ári námu greiðslur til þeirra fyrir ráðherra- þingstörf rúmum 110 milljónum króna. Eftirlaun fyrrverandi alþingismanna voru á sama tíma rúmar 235 milljónir, þar á meðal eru greiðslur til ráðherra fyrir þingmennsku. Mikill titringur var á Alþingi áður en eftirlaunafrumvarpið var samþykkt en meðflutningsmenn að því komu úr öllum stjórnmálaflokkum. Vegna gríðarlega harðra viðbragða hófst atburðarrás sem endaði með því að Vinstri-grænir, Samfylkingin og Frjálslyndiflokkurinn ákváðu að draga stuðning sinn við frumvarpið tilbaka. Verkalýðshreyfingin mótmælti lögunum kröftuglega og skipulagði fjölmenn mótmæli á Austurvelli. Frumvarpið var samþykkt af 29 þingmönnum stjórnarflokkanna, auk þess sem Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni og meðflutningsmaður frumvarpsins, studdi það og var þar með eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem það gerði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent