Úr gæslu fyrir mistök 13. janúar 2005 00:01 Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótunum gengur nú laus vegna mistaka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lögreglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla-Hraun og færa hann fyrir héraðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan manninn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúrskurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maðurinn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögulegt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppilegt það sé að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi austur á Litla-Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri eindreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geðveilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: "í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsisdóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótunum gengur nú laus vegna mistaka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lögreglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla-Hraun og færa hann fyrir héraðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan manninn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúrskurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maðurinn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögulegt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppilegt það sé að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi austur á Litla-Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri eindreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geðveilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: "í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsisdóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?