Neitar meintu samráði 1. desember 2004 00:01 Framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja vísar því á bug að viðskiptabankarnir hafi skipulagt samráð um hámark íbúðalána. Hann segir óeðlilegt að líkja starfi innan samtakanna við ólöglegt samráð olíufélaganna. Í frétt Stöðvar 2 í gær var greint frá samráði viðskiptabankanna um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna og að þeir hefðu einnig sammælst um gjaldskrá. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja sendu félagsmálaráðherra bréf í fyrra þar sem kynntar voru tillögur um útfærslu á húsnæðislánum en sú hugmynd var sett fram að hámarkslán til íbúðarkaupenda yrði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endaði í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir tillögurnar svar við beiðni félagsmálaráðherra, sem hefði unnið að útfærslu á tillögum á 90% lánum og óskað eftir samráði við bankanna. Hann segir tillögurnar hafa verið sendar stjórnvöldum og öllum fjölmiðlum á þeim tíma og því sé ekkert nýtt í því máli. Spurður hvernig hann skýri muninn á upphæðunum sem nefndar eru í tillögunum og þeim sem bankarnir bjóði nú í lán, sem eru allt að 25 milljónir króna, segir Guðjón að tillögurnar hafi verið sniðnar að þeim veruleika sem þá hafi verið til staðar. Margt hafi breyst síðan. Lykilatriðið sé að sl. sumar hafi eitt aðildarfélag samtakanna gengið fram fyrir skjöldu og lækkað húsnæðislánavexti verulega og hinir bankarnir hafi ekki treyst sér til annars en að fylgja Guðjón telur óeðlilegt að líkja þessu við brotamál sem nú sé til rannsóknar hjá stjórnvöldum, og á þar við samráð olíufélaganna, því engin samlíking sé þarna á milli. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja vísar því á bug að viðskiptabankarnir hafi skipulagt samráð um hámark íbúðalána. Hann segir óeðlilegt að líkja starfi innan samtakanna við ólöglegt samráð olíufélaganna. Í frétt Stöðvar 2 í gær var greint frá samráði viðskiptabankanna um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna og að þeir hefðu einnig sammælst um gjaldskrá. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja sendu félagsmálaráðherra bréf í fyrra þar sem kynntar voru tillögur um útfærslu á húsnæðislánum en sú hugmynd var sett fram að hámarkslán til íbúðarkaupenda yrði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endaði í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir tillögurnar svar við beiðni félagsmálaráðherra, sem hefði unnið að útfærslu á tillögum á 90% lánum og óskað eftir samráði við bankanna. Hann segir tillögurnar hafa verið sendar stjórnvöldum og öllum fjölmiðlum á þeim tíma og því sé ekkert nýtt í því máli. Spurður hvernig hann skýri muninn á upphæðunum sem nefndar eru í tillögunum og þeim sem bankarnir bjóði nú í lán, sem eru allt að 25 milljónir króna, segir Guðjón að tillögurnar hafi verið sniðnar að þeim veruleika sem þá hafi verið til staðar. Margt hafi breyst síðan. Lykilatriðið sé að sl. sumar hafi eitt aðildarfélag samtakanna gengið fram fyrir skjöldu og lækkað húsnæðislánavexti verulega og hinir bankarnir hafi ekki treyst sér til annars en að fylgja Guðjón telur óeðlilegt að líkja þessu við brotamál sem nú sé til rannsóknar hjá stjórnvöldum, og á þar við samráð olíufélaganna, því engin samlíking sé þarna á milli.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira