Bankarnir höfðu samráð 30. nóvember 2004 00:01 Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í september í fyrra sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja félagsmálaráðherra bréf þar sem þeir kynntu tillögur sínar um útfærslu á húsnæðislánum. Í bréfinu er sú hugmynd sett fram orðrétt að hámarkslán til íbúðarkaupenda verði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endi í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. „Þetta skiptir afar miklu máli til að sporna við hættu á verulegri ofþenslu á fasteignamarkaði,“ segir svo í bréfinu. Þetta hljómar fjarri öllum veruleika rúmu ári síðar þegar bankarnir bjóða nú allt að 25 milljóna lán til íbúðakaupa. Það að bankarnir skuli einum rómi leggja fram þessa tillögu vekur einnig upp spurninguna: Er eðlilegt að til séu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja? Eða hvað myndu menn segja ef til væru Samtök olíufélaga? Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að umhverfið sé breytt þannig að hlutir sem áður þóttu eðlilegir þykja það ekki lengur. „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum. Ef hún er eingöngu á faglegum nótum gæti hún átt rétt á sér en það er alltaf ákveðin hætta að menn spjalli um eitthvað annað yfir kaffibollanum en eingöngu um faglegar spurningar,“ segir Pétur. Í bréfi bankanna til félagsmálaráðherra kemur líka fram að bankarnir vilja fá árlegt umsýslugjald og leggja til einum rómi að það nemi hálfu prósenti. Þetta lyktar ekki af mikilli samkeppni. Jóhanna segir þetta bera vott um að það sé ákveðið samráð í gangi sem þurfi vissulega að skoða. Í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sitja fjórir bankastjórar: Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka, Finnur Sveinbjörnsson, Sparisjóðsbanka, Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Pétur Blöndal telur óeðlilegt að þessir menn sitji í stjórn samtakanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í september í fyrra sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja félagsmálaráðherra bréf þar sem þeir kynntu tillögur sínar um útfærslu á húsnæðislánum. Í bréfinu er sú hugmynd sett fram orðrétt að hámarkslán til íbúðarkaupenda verði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endi í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. „Þetta skiptir afar miklu máli til að sporna við hættu á verulegri ofþenslu á fasteignamarkaði,“ segir svo í bréfinu. Þetta hljómar fjarri öllum veruleika rúmu ári síðar þegar bankarnir bjóða nú allt að 25 milljóna lán til íbúðakaupa. Það að bankarnir skuli einum rómi leggja fram þessa tillögu vekur einnig upp spurninguna: Er eðlilegt að til séu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja? Eða hvað myndu menn segja ef til væru Samtök olíufélaga? Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að umhverfið sé breytt þannig að hlutir sem áður þóttu eðlilegir þykja það ekki lengur. „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum. Ef hún er eingöngu á faglegum nótum gæti hún átt rétt á sér en það er alltaf ákveðin hætta að menn spjalli um eitthvað annað yfir kaffibollanum en eingöngu um faglegar spurningar,“ segir Pétur. Í bréfi bankanna til félagsmálaráðherra kemur líka fram að bankarnir vilja fá árlegt umsýslugjald og leggja til einum rómi að það nemi hálfu prósenti. Þetta lyktar ekki af mikilli samkeppni. Jóhanna segir þetta bera vott um að það sé ákveðið samráð í gangi sem þurfi vissulega að skoða. Í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sitja fjórir bankastjórar: Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka, Finnur Sveinbjörnsson, Sparisjóðsbanka, Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Pétur Blöndal telur óeðlilegt að þessir menn sitji í stjórn samtakanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira