Burðarás kaupir í Carnegie 25. nóvember 2004 00:01 Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Tekjur Carnegie eru mest þjónustutekjur af verðbréfaviðskiptum, sjóðstjórn og ráðgjöf við hlutafjárútboð og einkavæðingu. Carnegie bauð ásamt umboðsaðila sínum hér á landi, Verðbréfastofunni, í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Forsvarsmenn Burðaráss vilja ekki segja neitt um hvort frekari kaup séu fyrirhuguð í Carnegie. "Við höfum mikinn áhuga á fjármálastarfsemi og höfum fjárfest í henni. Carnegie er mjög gott fyrirtæki að okkar mati, við erum bjartsýn á framhaldið í fjármálastarfsemi og Carnegie mun njóta góðs af því," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í fyrirtækinu og því talið erfitt að taka félagið yfir gegn vilja starfsmanna. Carnegie hefur upp á síðkastið verið í dreifðri eign starfsmanna og stofnanafjárfesta. Birgitta Henriksson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Carnegie, gefur ekkert út á afstöðu starfsmanna til kaupa Íslendinga. "Það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til eignar einstakra hluthafa í fyrirtækinu," segir Birgitta. Hún staðfestir að eign starfsmanna í fyrirtækinu sé með því mesta sem þekkist meðal sænskra fyrirtækja. Carnegie var til skamms tíma leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlandamarkaði og eitt þekktasta nafnið á því sviði. Staða fyrirtækisins er enn sterk á Norðurlandamarkaði. Í samþykktum félagsins er búið svo um hnúta að starfsmenn fá helming hagnaðar í kaupauka. Það sem út af hefur staðið hefur farið að stórum hluta til hluthafa. Bankinn hefur því ekki byggt upp mikið eigið fé. Þrátt fyrir hlutdeild í hagnaði hafa nokkrir stjórnendur fyrirtækisins gengið til liðs við KB banka Forsvarsmenn Burðaráss telja litla áhættu af þessum viðskiptum og vangaveltur um yfirtökutilraunir ótímabærar. Líta beri á þessa fjárfestingu í samhengi við innlendar og erlendar fjárfestingar félagsins í fjármálafyrirtækjum svo sem Straumi og Singer and Friedlander. Eignarhlutur Burðaráss dugar fyrir stjórnarsæti og líklegt að sá réttur verði nýttur til þess að kynnast starfsemi Carnegie betur. Innlent Viðskipti Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Tekjur Carnegie eru mest þjónustutekjur af verðbréfaviðskiptum, sjóðstjórn og ráðgjöf við hlutafjárútboð og einkavæðingu. Carnegie bauð ásamt umboðsaðila sínum hér á landi, Verðbréfastofunni, í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Forsvarsmenn Burðaráss vilja ekki segja neitt um hvort frekari kaup séu fyrirhuguð í Carnegie. "Við höfum mikinn áhuga á fjármálastarfsemi og höfum fjárfest í henni. Carnegie er mjög gott fyrirtæki að okkar mati, við erum bjartsýn á framhaldið í fjármálastarfsemi og Carnegie mun njóta góðs af því," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í fyrirtækinu og því talið erfitt að taka félagið yfir gegn vilja starfsmanna. Carnegie hefur upp á síðkastið verið í dreifðri eign starfsmanna og stofnanafjárfesta. Birgitta Henriksson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Carnegie, gefur ekkert út á afstöðu starfsmanna til kaupa Íslendinga. "Það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til eignar einstakra hluthafa í fyrirtækinu," segir Birgitta. Hún staðfestir að eign starfsmanna í fyrirtækinu sé með því mesta sem þekkist meðal sænskra fyrirtækja. Carnegie var til skamms tíma leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlandamarkaði og eitt þekktasta nafnið á því sviði. Staða fyrirtækisins er enn sterk á Norðurlandamarkaði. Í samþykktum félagsins er búið svo um hnúta að starfsmenn fá helming hagnaðar í kaupauka. Það sem út af hefur staðið hefur farið að stórum hluta til hluthafa. Bankinn hefur því ekki byggt upp mikið eigið fé. Þrátt fyrir hlutdeild í hagnaði hafa nokkrir stjórnendur fyrirtækisins gengið til liðs við KB banka Forsvarsmenn Burðaráss telja litla áhættu af þessum viðskiptum og vangaveltur um yfirtökutilraunir ótímabærar. Líta beri á þessa fjárfestingu í samhengi við innlendar og erlendar fjárfestingar félagsins í fjármálafyrirtækjum svo sem Straumi og Singer and Friedlander. Eignarhlutur Burðaráss dugar fyrir stjórnarsæti og líklegt að sá réttur verði nýttur til þess að kynnast starfsemi Carnegie betur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira