Nýtt varðskip ekki á fjárlögum 20. nóvember 2004 00:01 Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. "Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðarhjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjármagn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist," segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði innI í fjárlögum ársins 2003. Þá var útboðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, útbjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomnasta búnaði til gæslu- og björgunarstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunnar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. "Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðarhjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjármagn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist," segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði innI í fjárlögum ársins 2003. Þá var útboðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, útbjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomnasta búnaði til gæslu- og björgunarstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunnar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira