Greiddu fyrir vegtyllurnar 12. nóvember 2004 00:01 Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins áranna 1992 til 2000, setti sig í samband við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upphæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt niður í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með samþykki og í samstarfi við formanninn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu framsóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. "Það er eitthvað sem ég þekki ekki," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. "Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður." Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum launum til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyrir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happdrættismiða hjá flokknum. "Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrulega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja," segir hann. Framsóknarflokkurinn:Gefur ekki upplýsingar "Framsóknarflokkurinn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upphæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þingmenn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins." Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. Sigurður Geirdal:Borgar þegar illa stendur á Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópavogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í nefndum hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokksins. Sigurður segir að það hafi komið til umræðu en aldrei til framkvæmda. "Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félagsmönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð," segir Sigurður. "Þegar kemur að kosningum er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá óteljandi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins áranna 1992 til 2000, setti sig í samband við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upphæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt niður í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með samþykki og í samstarfi við formanninn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu framsóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. "Það er eitthvað sem ég þekki ekki," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. "Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður." Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum launum til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyrir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happdrættismiða hjá flokknum. "Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrulega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja," segir hann. Framsóknarflokkurinn:Gefur ekki upplýsingar "Framsóknarflokkurinn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upphæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þingmenn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins." Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. Sigurður Geirdal:Borgar þegar illa stendur á Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópavogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í nefndum hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokksins. Sigurður segir að það hafi komið til umræðu en aldrei til framkvæmda. "Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félagsmönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð," segir Sigurður. "Þegar kemur að kosningum er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá óteljandi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira