Lög sett á verkfallið 11. nóvember 2004 00:01 Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. Fulltrúar sveitarfélaga og kennara funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem virðist vera það eina sem deilendur geta sammælast um. Hún er sögð grafalvarleg og engin von á sáttum. Í gær mat ríkissáttasemjari það enda svo að ekki væri möguleiki á að skammtímasamningur yrði gerður og sveitarfélögin höfnuðu tillögu kennara um gerðardóm. Til að skólastarf hefjist á nýjan leik virðist fátt eitt annað í stöðunni en að ríkisstjórnin skeri á hnútinn með lagasetningu. Eftir fundahöldin í morgun sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé uppi á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að síðdegis hafi verið ákveðið að setja lög á verkfallið. Efni þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir en skipaður verður gerðardómur. Þingmenn búa sig undir að sitja í þingsal um helgina og fjalla um frumvarpið. Ætla má að hægt verði að afgreiða málið úr Alþingi fyrir upphaf skólavikunnar. Forsætisráðherra segir lagasetningu neyðarúrræði. Úr herbúðum stjórnarandstöðunnar heyrist að það fari eftir inntaki laganna hver afstaða hennar verði, og hvorki forystumönnum kennara né heldur fulltrúum sveitarfélaganna hugnast slík málalok. Aðrar lausnir virðast þó ekki í sjónmáli. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launananefndar sveitarfélaganna, segir að með því að setja bráðabirgðalög á deiluna færi hana einfaldlega til. Þá sé enn heilmikil vinna eftir. „Hins vegar er það alveg ljóst að gagnvart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólunum,“ segir Gunnar. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. Fulltrúar sveitarfélaga og kennara funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem virðist vera það eina sem deilendur geta sammælast um. Hún er sögð grafalvarleg og engin von á sáttum. Í gær mat ríkissáttasemjari það enda svo að ekki væri möguleiki á að skammtímasamningur yrði gerður og sveitarfélögin höfnuðu tillögu kennara um gerðardóm. Til að skólastarf hefjist á nýjan leik virðist fátt eitt annað í stöðunni en að ríkisstjórnin skeri á hnútinn með lagasetningu. Eftir fundahöldin í morgun sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé uppi á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að síðdegis hafi verið ákveðið að setja lög á verkfallið. Efni þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir en skipaður verður gerðardómur. Þingmenn búa sig undir að sitja í þingsal um helgina og fjalla um frumvarpið. Ætla má að hægt verði að afgreiða málið úr Alþingi fyrir upphaf skólavikunnar. Forsætisráðherra segir lagasetningu neyðarúrræði. Úr herbúðum stjórnarandstöðunnar heyrist að það fari eftir inntaki laganna hver afstaða hennar verði, og hvorki forystumönnum kennara né heldur fulltrúum sveitarfélaganna hugnast slík málalok. Aðrar lausnir virðast þó ekki í sjónmáli. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launananefndar sveitarfélaganna, segir að með því að setja bráðabirgðalög á deiluna færi hana einfaldlega til. Þá sé enn heilmikil vinna eftir. „Hins vegar er það alveg ljóst að gagnvart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólunum,“ segir Gunnar.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira