Neyðarfundur í kennaradeilunni 10. nóvember 2004 00:01 Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. Eftir þriggja klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun sammæltust deilendur um að til annars samningafundar yrði ekki boðað fyrr en eftir tvær vikur. Við það verður ekki unað af hálfu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann sagði á blaðamannafundinum sem hann boðaði til á sjötta tímanum í dag að hann og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi átt fund með ríkissáttasemjara þar sem hann gerði ráðherrunum grein fyrir því að kennaradeilan væri í mjög alvarlegum hnút. Allar leiðir hafi verið reyndar og fundur ekki boðaður að nýju fyrr en eftir hálfan mánuð því deiluaðilum hafi ekki fundist rétt að boða fund fyrr. Halldór sagði að hann og Davíð hafi í kjölfarið ákveðið að boða deiluaðila á sinn fund strax í fyrramálið. Að honum loknum verði haft samráð við aðra aðila, m.a. stjórnarandstöðuna. „Það er alveg ljóst að við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlaus. Hér er svo mikið í húfi. Þess vegna höfum við ákveðið að kanna allar leiðir sem gætu orðið til þess að leysa þessa deilu,“ sagði forsætisráðherra. Skili þau fundahöld ekki árangri útilokar forsætisráðherra ekki að gripið verði til lagasetningar og að kjör grunnskólakennara verði ákvörðuð af gerðardómi. Þrátt fyrir að samningsaðilar hafi hafnað slíkri íhlutun ríkisvaldsins fyrir fáeinum dögum, þá má segja að formaður Kennarasambandsins hafi kallað á slíkan gjörning hjá ríkissáttasemjara í morgun þegar hann lagði til að laun kennara yrðu sett í gerðardóm. Verði það lendingin er kristaltært að grunnskólakennarar munu ekki sætta sig við að almenn launaþróun verði notuð sem viðmið, heldur laun framhaldsskólakennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. Eftir þriggja klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun sammæltust deilendur um að til annars samningafundar yrði ekki boðað fyrr en eftir tvær vikur. Við það verður ekki unað af hálfu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann sagði á blaðamannafundinum sem hann boðaði til á sjötta tímanum í dag að hann og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi átt fund með ríkissáttasemjara þar sem hann gerði ráðherrunum grein fyrir því að kennaradeilan væri í mjög alvarlegum hnút. Allar leiðir hafi verið reyndar og fundur ekki boðaður að nýju fyrr en eftir hálfan mánuð því deiluaðilum hafi ekki fundist rétt að boða fund fyrr. Halldór sagði að hann og Davíð hafi í kjölfarið ákveðið að boða deiluaðila á sinn fund strax í fyrramálið. Að honum loknum verði haft samráð við aðra aðila, m.a. stjórnarandstöðuna. „Það er alveg ljóst að við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlaus. Hér er svo mikið í húfi. Þess vegna höfum við ákveðið að kanna allar leiðir sem gætu orðið til þess að leysa þessa deilu,“ sagði forsætisráðherra. Skili þau fundahöld ekki árangri útilokar forsætisráðherra ekki að gripið verði til lagasetningar og að kjör grunnskólakennara verði ákvörðuð af gerðardómi. Þrátt fyrir að samningsaðilar hafi hafnað slíkri íhlutun ríkisvaldsins fyrir fáeinum dögum, þá má segja að formaður Kennarasambandsins hafi kallað á slíkan gjörning hjá ríkissáttasemjara í morgun þegar hann lagði til að laun kennara yrðu sett í gerðardóm. Verði það lendingin er kristaltært að grunnskólakennarar munu ekki sætta sig við að almenn launaþróun verði notuð sem viðmið, heldur laun framhaldsskólakennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira