Allir dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi 9. nóvember 2004 00:01 Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Jucevicius kom til Íslands í byrjun febrúar á þessu ári með fíkniefnin innvortis en gat svo ekki skilað þeim af sér. Það varð honum að bana og í kjölfarið fluttu þremenningarnir lík hans austur á Neskaupstað og sökktu því þar í höfnina, eftir að hafa stungið göt á það og fest við það keðjur og bobbinga til að líkið sykki. 32 daga gæsluvarðhald, sem mennirnir þrír sátu í meðan rannsókn málsins fór fram, kemur til frádráttar dómnum. Í dómsorði segir að hinir ákærðu hafa ekki áður gerst sekir um refsilagabrot. Fíkniefnabrot þeirra eru talin beinast gegn mikilsverðum almennum hagsmunum. Dómurinn var þrískipaður og segja dómararnir að það hljóti að teljast einkar kaldrifjað af þeim Grétari, Jónasi og Thomasi, að eftir að Vaidasi Juceviciusi hefði snöggversnað í ferðinni út á Keflavíkurflugvöll, að þeir skuli ekki hafi brugðist við með því að aka honum rakleiðis á sjúkrahús því þeim hafi ekki geta dulist að honum var bráður lífsháski búinn. Þá álítur dómurinn að það hafi verið smánarlegt tiltæki hjá hinum ákærðu, vegna fjölskyldu og vina Juceviciusar, að láta lík hans hverfa sporlaust með því að sökkva því í höfnina í Neskaupstað. Loks hafi meðferð þeirra á líkinu verið hraksmánarleg. Grétari er auk þess gert að þola upptöku á riffli, lásboga, kylfu, sex fall- og fjaðurhnífum og kasthníf. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Jucevicius kom til Íslands í byrjun febrúar á þessu ári með fíkniefnin innvortis en gat svo ekki skilað þeim af sér. Það varð honum að bana og í kjölfarið fluttu þremenningarnir lík hans austur á Neskaupstað og sökktu því þar í höfnina, eftir að hafa stungið göt á það og fest við það keðjur og bobbinga til að líkið sykki. 32 daga gæsluvarðhald, sem mennirnir þrír sátu í meðan rannsókn málsins fór fram, kemur til frádráttar dómnum. Í dómsorði segir að hinir ákærðu hafa ekki áður gerst sekir um refsilagabrot. Fíkniefnabrot þeirra eru talin beinast gegn mikilsverðum almennum hagsmunum. Dómurinn var þrískipaður og segja dómararnir að það hljóti að teljast einkar kaldrifjað af þeim Grétari, Jónasi og Thomasi, að eftir að Vaidasi Juceviciusi hefði snöggversnað í ferðinni út á Keflavíkurflugvöll, að þeir skuli ekki hafi brugðist við með því að aka honum rakleiðis á sjúkrahús því þeim hafi ekki geta dulist að honum var bráður lífsháski búinn. Þá álítur dómurinn að það hafi verið smánarlegt tiltæki hjá hinum ákærðu, vegna fjölskyldu og vina Juceviciusar, að láta lík hans hverfa sporlaust með því að sökkva því í höfnina í Neskaupstað. Loks hafi meðferð þeirra á líkinu verið hraksmánarleg. Grétari er auk þess gert að þola upptöku á riffli, lásboga, kylfu, sex fall- og fjaðurhnífum og kasthníf.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira