Verkfall kennara aftur hafið 8. nóvember 2004 00:01 Forysta kennara lagði heildstætt tilboð fyrir launanefnd sveitarfélaganna eftir að hafa hafnað hugmyndum þeirra til að fresta verkfalli kennara. Launanefndin hafnaði tilboðinu. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaganna segir fulltrúa Kennarasambands Íslands hafa sjálfa metið tilboðið á rúm 36 prósent í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin: "Launanefnd sveitarfélaganna telur hins vegar að kostnaðaraukinn sé meiri." Þetta gerðist eftir að ljóst varð að rétt tæplega 93 prósent grunnskólakennara höfðu fellt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Tæp sex prósent greiddu atkvæði með henni. Launanefnd sveitarfélaganna féllst á miðlunartillöguna og segir í ályktun að sveitarstjórnarmenn hafi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á dögunum talið að hún fæli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Hugmyndirnar sem launanefndin lagði fram fólu í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaga. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir hugmyndir launanefndarinnar aldrei hafa komið til greina. Tilboð kennara hafi hljóðað upp á hærri launakröfum en miðlunartillaga ríkissáttasemjara og styttri samningstíma, eða til ársloka 2007. Þetta er í þriðja sinn sem launanefnd sveitarfélaganna hafnar formlegu tilboði kennara. Það fyrsta var lagt fyrir nefndina í maí og hafði að geyma um 30 til 35 prósenta hækkun launatengdra gjalda. Kennarar lögðu einnig fram sáttatillögu til áramóta degi fyrir verkfallið sem þeir töldu hafa 16 prósenta kostnaðarhækkun í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefndin taldi hækkunina nær 24 prósentum. Sáttasemjari ríkisins hefur boðað deilendur til fundar klukkan tíu á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Forysta kennara lagði heildstætt tilboð fyrir launanefnd sveitarfélaganna eftir að hafa hafnað hugmyndum þeirra til að fresta verkfalli kennara. Launanefndin hafnaði tilboðinu. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaganna segir fulltrúa Kennarasambands Íslands hafa sjálfa metið tilboðið á rúm 36 prósent í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin: "Launanefnd sveitarfélaganna telur hins vegar að kostnaðaraukinn sé meiri." Þetta gerðist eftir að ljóst varð að rétt tæplega 93 prósent grunnskólakennara höfðu fellt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Tæp sex prósent greiddu atkvæði með henni. Launanefnd sveitarfélaganna féllst á miðlunartillöguna og segir í ályktun að sveitarstjórnarmenn hafi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á dögunum talið að hún fæli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Hugmyndirnar sem launanefndin lagði fram fólu í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaga. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir hugmyndir launanefndarinnar aldrei hafa komið til greina. Tilboð kennara hafi hljóðað upp á hærri launakröfum en miðlunartillaga ríkissáttasemjara og styttri samningstíma, eða til ársloka 2007. Þetta er í þriðja sinn sem launanefnd sveitarfélaganna hafnar formlegu tilboði kennara. Það fyrsta var lagt fyrir nefndina í maí og hafði að geyma um 30 til 35 prósenta hækkun launatengdra gjalda. Kennarar lögðu einnig fram sáttatillögu til áramóta degi fyrir verkfallið sem þeir töldu hafa 16 prósenta kostnaðarhækkun í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefndin taldi hækkunina nær 24 prósentum. Sáttasemjari ríkisins hefur boðað deilendur til fundar klukkan tíu á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira