Verður ekki hrakinn úr flokknum 6. nóvember 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segist ekki láta hrekja sig úr Framsóknarflokknum. Sjónarmið hans eigi hljómgrunn innan flokksins. Tólf framsóknarfélag í norðvesturkjördæmi af tuttugu og sex hafa harmað í ályktunum þá stöðu sem er uppi innan flokksins eftir að Kristni var vikið úr öllum þingnefndum flokksins. Heitt var í kolunum á kjördæmisþingi í norðvesturkjördæmi í dag. Alls standa tæplega níuhundruð manns að þeim félögum sem hafa ályktað um stöðu Kristins H. Gunnarssonar innan þingflokksins. Tvöþúsund eru félagar í framsóknarfélögum í kjördæminu öllu. Eitthundrað og sjötíu fulltrúar voru á þinginu en sérstakur gestur var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Kristinn H. Gunnarsson gerði nýlega skýrslu um lýðræði og trú manna á stjórnmálamönnum að umtalsefni á þinginu síðdegis. Hann reifaði þar mál sem hann taldi síst líkleg til að auka mönnum traust á stjórnmálamönnum, svo sem fjölmiðlamálið og skipan Hæstaréttardómara, og gerði framgöngu fyrrverandu forsætisráðherra að umtalsefni. Kristinn sagði stjórnmál ekki vera eins og Morfís-mælskukeppni þar sem mönnum væri úthlutaður málstaður. Stjórnmál væru sannfæring, að standa á henni og fara að lýðræðislegum leikreglum. „Og ef við gerum það þá held ég að við uppskerum aukna virðingu samborgara okkar, við sem erum á stjórnmálasviðinu,“ sagði Kristinn. Þingmaðurinn sagðist sáttfús maður og að hann væri tilbúinn að ræða við menn um málefni og sjálfan sig. „En ég verð ekki barinn til bókarinnar, ég verð ekki hrakinn úr flokknum, vegna þess að þau sjónarmið sem ég stend og tala fyrir eiga mikinn hljómgrunn meðal kjósenda flokksins. Þess vegna á ég samleið með flokknum,“ sagði Kristinn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segist ekki láta hrekja sig úr Framsóknarflokknum. Sjónarmið hans eigi hljómgrunn innan flokksins. Tólf framsóknarfélag í norðvesturkjördæmi af tuttugu og sex hafa harmað í ályktunum þá stöðu sem er uppi innan flokksins eftir að Kristni var vikið úr öllum þingnefndum flokksins. Heitt var í kolunum á kjördæmisþingi í norðvesturkjördæmi í dag. Alls standa tæplega níuhundruð manns að þeim félögum sem hafa ályktað um stöðu Kristins H. Gunnarssonar innan þingflokksins. Tvöþúsund eru félagar í framsóknarfélögum í kjördæminu öllu. Eitthundrað og sjötíu fulltrúar voru á þinginu en sérstakur gestur var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Kristinn H. Gunnarsson gerði nýlega skýrslu um lýðræði og trú manna á stjórnmálamönnum að umtalsefni á þinginu síðdegis. Hann reifaði þar mál sem hann taldi síst líkleg til að auka mönnum traust á stjórnmálamönnum, svo sem fjölmiðlamálið og skipan Hæstaréttardómara, og gerði framgöngu fyrrverandu forsætisráðherra að umtalsefni. Kristinn sagði stjórnmál ekki vera eins og Morfís-mælskukeppni þar sem mönnum væri úthlutaður málstaður. Stjórnmál væru sannfæring, að standa á henni og fara að lýðræðislegum leikreglum. „Og ef við gerum það þá held ég að við uppskerum aukna virðingu samborgara okkar, við sem erum á stjórnmálasviðinu,“ sagði Kristinn. Þingmaðurinn sagðist sáttfús maður og að hann væri tilbúinn að ræða við menn um málefni og sjálfan sig. „En ég verð ekki barinn til bókarinnar, ég verð ekki hrakinn úr flokknum, vegna þess að þau sjónarmið sem ég stend og tala fyrir eiga mikinn hljómgrunn meðal kjósenda flokksins. Þess vegna á ég samleið með flokknum,“ sagði Kristinn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira